fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Sveinn Aron ekki fengið neinar útskýringar: „Það var lítið talað við mig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, ekki beint. Það er erfitt að vera ánægður með sjálfan sig þegar liðið tapar.“ sagði Sveinn Aron Guðjohnsen sem var á skotskónum þegar U21 árs landslið Íslands tapaði gegn Rússlandi í fyrsta leik Evrópumótsins í gær. Framherjinn knái hefur átt frábæru gengi að fagna með U21 árs liðinu undanfarna mánuði.

Sveinn var stoltur af því að spila sinn fyrsta leik á stórmóti, þó illa hefði farið. „Það var bara geggjuð tilfinning, við erum stoltir af því að vera hérna og vera valdir í hópinn. Ég hafði ekki áhyggjur fram að fyrsta markinu, við vorum með stjórn á varnarleiknum. Það hafa allir leikir verið þannig að hitt liðið er mikið með boltann,“ sagði Sveinn en Rússar unnu að lokum 4-1 sigur.

Næst leikur liðið við Dani og síðan er leikur gegn Frakklandi. „Við förum í alla leiki til að vinna þá,.“

Sveinn er á mála hjá OB í Danmörku en hefur fá tækifæri fengið til þessa. „Staðan hjá OB hefur ekki verið góð, ég hef ekkert fengið að spila. Vonandi breytist það núna á næstu vikum. Það er erfitt að fá ekki að vera með í leikjum, maður þarf að sýna þolinmæði og æfa vel. Halda sér í formi, það var ekkert ósætti. Það var bara þannig að það var lítið talað við mig, af hverju ég væri ekki að spila. Það var staðan.“

Sveinn segist ekki horfa á þetta mót sem glugga fyrir sig til að komast annað. „Já og nei, ég lít á þetta mót þannig að við ætlum okkur að komast áfram sem U21 lið. Það sem gerist eftir það, kemur i ljos.“

Sveinn hefur blómstrað með U21 árs liðinu, veit hann af hverju það besta kemur fram í hans leik í bláu treyjunni? „Ég veit það ekki, ég hef fengið mikið traust frá þjálfurunum og mínútum. Þetta hefur virkað.“

Davíð Snorri Jónasson stýrði liðinu í fyrsta sinn í gær en hann tók við þegar Arnar Viðarsson og Eiður Smári, faðir Sveins tóku við A-landsliðinu. „Nei það hefur ekkert þannig séð breyst, hann er nánast búinn að gera það sama og Addi og pabbi. Það er öðruvísi að vera með nýjan þjálfara en í rauninni hefur ekkert breyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu

Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elliot búinn að finna sér félag

Elliot búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United loksins að losa sig við Sancho

United loksins að losa sig við Sancho
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Valur tapaði gegn Fram – Jafnt í stórleiknum

Besta deildin: Valur tapaði gegn Fram – Jafnt í stórleiknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag