fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Svekktur Aron Einar – „Það tók vindinn úr okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 21:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst við vinna okkur aðeins betur inn í leikinn, seinni hálfleikur var aðeins betri. Þeir eru góðir að halda boltanum, erfitt að fá tvö mörk á sig í byrjun,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld við RÚV.

Íslenska liðið tapaði 3-0 á útivelli en þýska liðið komst í 2-0 forystu eftir sjö mínútna leik. Aron segir að það hafi verið kjaftshögg.

„Það tók vindinn úr okkur, svekkjandi að ná ekki að klukka þá betur. Eitthvað það best spilandi lið sem ég hef spilað á móti í góðan tíma,“ sagði Aron Einar.

Aron segir að mistök hafi átt sér stað í fyrstu tveimur mörkunum sem Ísland fékk á sig í þessum fyrsta leik í undankeppni HM.

„Klúður hjá okkur, aðeins of varnarsinnaðir. Töpuðum boltanum á hættulegum stað í seinna markinu og okkur er refsað, þá er þetta erfitt gegn liði sem finnst gott að halda boltanum. Mér fannst við mæta þeim meira af krafti í seinni hálfleik, auðveldara að spila pressulaust en mér fannst við gera það betur.“

„Í fyrra markinu erum við ekki búnir að snerta boltann, boltinn dettur alveg fyrir hann og hann klárar færið vel. Það sló okkur aðeins út af laginu, við getum gert miklu betur en við gerðum í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Elliot búinn að finna sér félag

Elliot búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búið að reka Ten Hag úr starfi

Búið að reka Ten Hag úr starfi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag