fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Martraðarbyrjun varð Íslandi að falli gegn Þýskalandi

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 21:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hóf leik í undankeppni HM í kvöld með útileik gegn Þýskalandi í Duisburg. Leiknum lauk með 3-0 sigri Þjóðverja.

Það má í raun segja að Þjóðverjar hafi stjórnað leiknum frá byrjun. Á 2. mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar að Leon Goretzka kom heimamönnum yfir eftir stoðsendingu frá Serge Gnabry.

Það leið síðan ekki á löngu þar til Þjóðverjar höfðu tvöfaldað forystu sína. Á 7. mínútu bætti Kai Havertz, við öðru marki Þjóðverja eftir laglegt spil þar sem liðið sundurspilaði íslenska liðið.

Íslenska liðið þétti raðirnar eftir þetta mark en gekk erfiðlega að skapa sér færi gegn ógnarsterkum Þjóðverjum.

Það fór svo að Þjóðverjar bættu við þriðja marki sínu á 56. mínútu eftir nokkuð góðan kafla frá íslenska liðinu sem mætti tilbúnara til leiks í síðari hálfleik.

Þriðja mark Þjóðverja, skoraði Ilkay Gundogan, með skoti fyrir utan teig.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, Ísland byrjar undankeppni HM með 3-0 tapi gegn Þýskalandi.

Staðan í riðlinum

Tveir aðrir leikir fóru fram í riðli Íslands í kvöld. Armenía vann 1-0 sigur á Liechtenstein og Rúmenía bar 3-2 sigur úr býtum gegn Makedóníu.

Hvað tekur við?

Nú er enginn tími fyrir íslenska landsliðið til þess að slaka á. Liðið verður að ná í úrslit í næstu tveimur leikjum til þess að falla ekki aftur úr efstu liðum riðilsins.

Næsti leikur íslenska karlalandsliðsins er á sunnudaginn gegn Armeníu. Liðið spilar síðan við Liechtenstein þann 31. mars. Báðir leikirnir eru liður í undankeppni HM sem fram fer í Katar árið 2022.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Elliot búinn að finna sér félag

Elliot búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búið að reka Ten Hag úr starfi

Búið að reka Ten Hag úr starfi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag