fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Einkunnir úr slæmu tapi Íslands gegn Rússlandi

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 19:00

Jón Dagur í leik með Íslandi í fyrra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs landsliðið hóf leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í kvöld gegn Rússlandi. Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í leiknum sem endaði með 4-1 sigri Rússlands.
Hér verður farið yfir frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum.
Patrik Sigurður Gunnarsson – 6 
Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi fengið á sig fjögur mörk þá fannst mér Patrik heilt yfir standa sig vel í leiknum. Gerði vel í nokkur skipti er hann sópaði upp sóknarfæri Rússa og var vel með á nótunum.
Alex Þór Hauksson – 5 
Átti eins og margir erfitt með að komast í takt við leikinn og hafði úr litlu að moða.
Stefán Teitur Þórðarson – 5 
Hafði úr litlu að moða í leiknum og átti í erfiðleikum með að koma sér í takt við hann.
Ísak Bergmann Jóhannesson – 5 
Hafði hægt um sig í dag og átti erfitt uppdráttar á miðjunni.
Jón Dagur Þorsteinsson – 6 
Átti fína spretti en átti eins og flest allir í íslenska liðinu, erfitt uppdráttar
Hörður Ingi Gunnarsson – 5
Varnarleikur íslenska liðsins var ekki góður í leiknum, Hörður gerði ekki mikið og á hlut í aðdraganda vítaspyrnunnar sem Rússarnir fengu
Sveinn Aron Guðjohnsen – 7 
Reyndi hvað hann gat að gera vel úr því sem hann fékk að moða, lét finna fyrir sér og skoraði fyrsta mark Íslands á mótinu.
Willum Þór Willumsson – 6
Var lítið í boltanum á köflum en gerði frábærlega í aðdraganda marksins hjá Sveini Aroni
Róbert Orri Þorkelsson – 3 
Braut á leikmanni Rússlands innan teigs, vítaspyrna sem kom Rússum á bragðið. Varnarleikur íslenska liðsins var undir pari í dag.
Kolbeinn Þórðarson – 5 
Hikandi og virkaði nokkuð óöruggur á mig.
Ari Leifsson – 4 
Hluti af miðvarðarpari Íslands í leiknum. Frammistaða þess ekki nógu góð og bendi á þriðja mark Rússa því til sönnunar.
Mikael Neville Anderson – 6 
Kom inn á 66. mínútu en hafði lítil áhrif á leikinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Elliot búinn að finna sér félag

Elliot búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búið að reka Ten Hag úr starfi

Búið að reka Ten Hag úr starfi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag