fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Allir formenn senda frá sér yfirlýsingu – Styðja tillöguna sem felld var á síðasta ársþingi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 14:10

Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll félög í efstu deild karla á Íslandi hafa tekið sig saman um að styðja tillöguna sem felld var á ársþingi KSÍ í febrúar, er varðar að skipta deildinni upp í tvo hluta eftir tvær umferðir.

Með þessu yrðu leikir með 27 á lið í deildinni en liðunum tólf, yrði skipt í tvær deildir eftir 22 leiki.

Skagamenn sem töluðu sem dæmi gegn tillögunni á ársþinginu hafa nú skrifað undir yfirlýsingu um að styðja hana á næsta ársþingi Vilja félögin að breytingin taki gildi árið 2022.

Formenn allra félaga í efstu deild skrifa undir yfirlýsingu þess efnis.

Yfirlýsing:
Í ljósi umræðu í knattspyrnuhreyfingunni um stækkun Íslandsmóts efstu deildar karla í kjölfar Ársþings KSÍ vilja félög efstu deildar koma eftirfarandi á framfæri:

Á 75. Ársþingi KSÍ var lögð fram tillaga starfshóps um keppnisfyrirkomulag efstu deildar karla. Fól það fyrirkomulag í sér 12 liða deild þar sem leikið er heima og að heiman líkt og nú er ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppninni myndi efri hluti deildarinnar leika hvert við annað og sama fyrirkomulag í neðri hluta deildarinnar. Með þessu móti skapast mikil keppni allt frá neðri hluta deildarinnar upp í titil- og evrópubaráttu. Öll lið munu kappkosta að vera í efrihluta deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst.

Úrslitakeppni mótsins er form með hæfilegri fjölgun leikja sem gefur ýmis markaðsleg tækifæri m.a. í sölu sjónvarps-og markaðsréttinda. Markmiðið með fyrirhuguðum breytingum eru til þess fallið að ná viðspyrnu á stöðu deidarinnar í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til styrkleikalista UEFA og að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi.

Forráðamenn félaga í efstu deild karla hafa fundað um þetta málefni og niðurstaðan er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika a.m.k. tímabundið. Með undirritun þessarar yfirlýsingar lýsa formenn stjórna viðkomandi félaga efstu deildar yfir stuðningi við áðurnefnda tillögu og heita því að styðja nauðsynlega breytingu á lögum KSÍ á næsta ársþingi KSÍ 2022 með það fyrir augum að keppnisfyrirkomulagið taki gildi sama ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Elliot búinn að finna sér félag

Elliot búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búið að reka Ten Hag úr starfi

Búið að reka Ten Hag úr starfi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag