Klukkan 12 í dag var aukafréttatími á RÚV vegna eldgossins sem nú stendur yfir við Fagradalsfjall. Rætt var við ýmsa aðila, þar á meðal ráðherra úr ríkisstjórn.
Meðan rætt var við Áslaugu Örnu, dómsmálaráðherra, rölti Sigurður Ingi, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, inn í mynd á bakvið Áslaugu, tók um tóbakshorn og fékk sér í nefið. Þetta sást vel í útsendingunni og þegar Sigurður Ingi sá að hann var inn í mynd þá glotti hann og rölti í burtu.
Mikið hefur verið rætt um atvikið á Twitter og var klippa af Sigurði, sem og skemmtileg skjáskot birt þar.
Sigurður Ingi fær sér rudda í aukafrettatíma pic.twitter.com/hV3QjQEhxq
— Magnús Víðisson (@maggividis) March 20, 2021
King Sigurður Ingi gripinn með rudda í beinni. Er svo með attitjúd þegar hann fattar það. Megi hann vera í ríkisstjórn sem lengst. 🙏 https://t.co/k3eN06E6Or pic.twitter.com/0X7AKC1ZcP
— Stefán Rafn (@StefanRafn) March 20, 2021