fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Írskur ráðherra sakar Breta um afbrigðilega þjóðernishyggju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 18:00

Pútín hafði að sögn í hótunum við Boris Johnson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, sagði á laugardaginn að Bretar sýni af sér „afbrigðilega þjóðernishyggju“ með því að reyna að ná viðskiptasamningi, fríverslunarsamningi, við Bandaríkin á undan ESB.  „Hugmyndin um að Bretar geti orðið á undan er í hreinskilni sagt birtingarmynd þröngsýni. Þetta er afbrigðileg þjóðernishyggja því ESB og Bretland ættu með réttu að vinna saman,“ sagði Coveney í samtali við The Times.

Hann er talsmaður þess að Bretland, ESB og Kanada vinni saman að gerð viðskiptasamnings við Bandaríkin.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ræddu saman í janúar og hétu því að styrkja hið sérstaka samband ríkjanna. Þetta er til marks um bætt samband þeirra tveggja en fyrir tveimur árum sagði Biden að Johnson væri „líkamlegt og tilfinningalegt klón“ af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Biden hefur einnig verið gagnrýnin á Brexitstefnu Johnson.

Brendan Boyce, þingmaður á bandaríska þinginu og samstarfsmaður Biden, gagnrýndi bresku ríkisstjórnina í síðustu viku fyrir að hafa „vikið gróflega“ frá alþjóðalögum á Norður-Írlandi. Hann sagði að þetta geti skaðað viðræður Bretlands og Bandaríkjanna um viðskiptasamning.

ESB tilkynnti á miðvikudaginn að sambandið hefji nú lagalegt ferli gegn Bretum því þeir hafi vikið frá samningi um eftirlit með matvælaflutningum til Norður-Írlands. Leo Varadkar, varaforsætisráðherra Írlands, sagði í samtali við Virgin Media TV að þetta væri í annað sinn á skömmum tíma sem breska ríkisstjórnin hóti að brjóta alþjóðalög

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi