fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Tveir greindust innanlands – Báðir utan sóttkvíar

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. Sextán eru nú í einangrun, en voru fimmtán í gær. 107 eru nú í sóttkví, sami fjöldi og í gær. 886 eru nú í skimunarsóttkví.

Hagkaup greindi frá því í morgun að starfsmaður þeirra í Garðabæ hafi greinst með smit í gærkvöldi. Sá er því annar þeirra sem greindist í gær.

Einn greindist í seinni landamæraskimun í gær en enginn í þeirri fyrri.

Nýgengi innanlandssmita er nú 1,6, en var 1,1 í gær. Nýgengi landamærasmita er nú 3,0, en var 2,7 í gær.

12.707 eru nú fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 16.607 til viðbótar.

Alls voru tekin 1.581 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær og 353 sýni á landamærunum eða í seinni landamæraskimun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ