fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sif gagnrýnir auglýsingu Bjarna og Sjálfstæðisflokksins – „Ekki einu sinni hamfarir fá haggað pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 8. mars 2021 12:27

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Sif Sigmarsdóttir skrifaði pistil sem birtist í Fréttablaðinu um helgina. Sif byrjaði pistilinn á því að benda á það hvernig allt sé samtvinnað í veröldinni. Hún nefnir dæmið um Skaftárelda og frönsku byltinguna en lengi hefur verið haldið fram að gjóskan úr Skaftáreldunum hafi spilað stórt hlutverk í upphafi byltingarinnar.

„Veröldin er garnhnykill; allt er samtvinnað,“ segir Sif og nefnir svo nokkur dæmi um það hvernig hlutir haldast í hendur. Eftir það talar hún um auglýsingu Sjálfstæðisflokksins með Bjarna Benediktsson, formanni flokksins, í aðalhlutverki. „Enginn er eyland. Nema einn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stendur keikur í auglýsingu fyrir flokkinn ásamt tilvitnun: „Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn.““

Lesa meira: Þingframbjóðandi Samfylkingarinnar lætur Sjálfstæðisflokkinn heyra það

Auglýsingin sem um ræðir.

Sif segir þá að samkvæmt nýjum upplýsingum sé heimurinn jafnvel enn tengdarin en haldið hefur verið. „Fréttir herma að heimurinn sé jafnvel enn tengdari en við héldum. Samkvæmt nýrri rannsókn doktorsnema í landafræði við Arizonaháskóla, ollu Skaftáreldar hungursneyð meðal Inúíta í Alaska,“ segir hún og hjólar svo rakleiðis í pólitísku hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins.

„Jörð skelfur og eldgos ógnar á ný. Frakkar fjarlægðu styttuna af Loðvík XV. í kjölfar eldhræringa á Íslandi. En ekki einu sinni hamfarir fá haggað pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Vatnsgreiddir í teinóttu standa Sjálfstæðismenn staðfastir við sjónvarpsskerm og tilbiðja skurðgoð sitt frá níunda áratugnum, Gordon Gekko, óskilgetið afkvæmi Thatcher og Reagan, með Maxí popp í annarri og ÍsCola í hinni, ótengdir við strauma, stefnur, orsakir, afleiðingar, aðra menn og móður náttúru; sambandslausir við tíðarandann og veruleikann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“