fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Eyjan

Þingframbjóðandi Samfylkingarinnar lætur Sjálfstæðisflokkinn heyra það

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 19:00

Samsett mynd - Bjarni Benidiktsson og Jóhann Páll Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingframbjóðandi Samfylkingarinnar, birti í dag pistil á vísir.is þar sem hann dregur nýja auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokksins í efa og lætur flokkinn heyra það í leiðinni. Á samfélagsmiðlum hefur auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum birst fólki með yfirskriftinni „Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn,“ en Jóhann er alls ekki sammála því.

„Hvaða einstaklingur er það sem Sjálfstæðisflokkurinn veðjar á? Er það örorkulífeyrisþeginn sem reiðir sig á grunnbætur langt undir lágmarkslaunum og er refsað með himinháum jaðarsköttum í formi tekjutengdra skerðinga þegar hann stígur inn á vinnumarkaðinn? Er það lágtekjufólkið hvers skattbyrði hefur iðulega þyngst þegar flokkurinn fer með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu?“ segir Jóhann og telur upp fleiri hópa sem hann segir kerfið ekki vinna með, svo sem námsmenn og fólk sem missti vinnuna vegna Covid-19.

Hann telur þessa hópa alls ekki vera þeir sem Sjálfstæðisflokkurinn veðjar á heldur séu það „forstjórar á ofurlaunum“ og eigandar stórútgerðanna.

„Forréttindaklíkurnar á Íslandi veðja á Sjálfstæðisflokkinn. Að flokkurinn verði áfram við völd og haldi áfram að verja hagsmuni þeirra með kjafti og klóm. Við hin skulum veðja hvert á annað og samfélagið allt, hjálpast að við að reisa Ísland upp úr kreppunni og vinna markvisst gegn ójafnaðaráhrifum hennar, efla sameiginlegu kerfin okkar jafnvel þótt það kalli á að þyngri byrðar verði lagðar á þá ríkustu og tekjuhæstu, vinna gegn viðvarandi undirmönnun í almannaþjónustu, styðja og valdefla þá sem missa vinnuna og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land. Um þessi grundvallaratriði snúast kosningarnar í haust,“ segir Jóhann.

Hann endar pistilinn á því að segja að orðið „veðja“ sé svo lítið lýsandi fyrir grunnstef hugmyndafræði flokksins.

„Reyndar leggur óþef af þessu veðmálsmyndmáli. Sá sem „veðjar“ á einhvern væntir þess að hann standi uppi sem sigurvegari í keppni, vinni eða valti yfir einhverja aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Play ætlar ekki að sigra heiminn – Lítið flugfélag sem á að skila góðri afkomu

Play ætlar ekki að sigra heiminn – Lítið flugfélag sem á að skila góðri afkomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Ísland hefur enn ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Vondir embættismenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Auglýsingar Samherja á mbl.is vekja furðu – „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“

Auglýsingar Samherja á mbl.is vekja furðu – „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Milljarðaplan ríkisstjórnarinnar kynnt – „Við erum að komast í gegnum þetta“ segir Ásmundur

Milljarðaplan ríkisstjórnarinnar kynnt – „Við erum að komast í gegnum þetta“ segir Ásmundur