fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Fylgi meirihlutans í borgarstjórn eykst – Sjálfstæðisflokkur tapar einum borgarfulltrúa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 08:59

Frá fundi borgarstjórnar. mynd/reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði er Samfylkingin nú stærsti flokkurinn í Reykjavík með 26,4% fylgi. Þetta er örlítið meira fylgi en í kosningunum 2018 þegar flokkurinn fékk 25,9% atkvæða. Allir meirihlutaflokkarnir bæta við sig fylgi og er samanlagt fylgi þeirra 54,7% samkvæmt könnuninni en kjörfylgi þeirra í síðustu kosningum var 46,4%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Könnunin var gerð frá 6. nóvember til 13. desember og frá 28. janúar til 14. febrúar. Um netkönnun var að ræða og svöruðu 1.054. Tæplega 62% tóku afstöðu til einstakra stjórnmálaflokkar. 11% sögðust skila auðu, ekki kjósa eða vildu ekki svara. 29,6% sögðust ekki vita hvaða flokkur yrði fyrir valinu ef kosið yrði nú. Könnunin var gerð fyrir Samfylkinguna.

Meðan niðurstaðna hennar er að fylgi Pírata mældist 10,5%. Fylgi Viðreisnar og VG mældist 8,9%. VG bætir þar við sig miklu fylgi en flokkurinn fékk 4,6% í síðustu kosningum.  Allir minnihlutaflokkarnir tapa fylgi samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa einum fulltrúa en fylgi hans mælist 25,2% sem er töluvert minna en í síðustu kosningum.

Fylgi Miðflokksins mælist 3% en var 4,3% í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einu prósentustigi og myndi fá einn borgarfulltrúa kjörinn en hann er ekki með neinn fulltrúa núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn