fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fór á kamarinn og lenti í hremmingum – „Eitthvað beit mig í rassinn“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 05:17

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shannon Stevens, sem býr í Alaska, lenti nýlega í miklum hremmingum þegar náttúran kallaði og hún þurfti að fara á útikamarinn. „Ég fór þarna út og settist á klósettið en um leið beit eitthvað í rassinn á mér. Ég stökk upp og öskraði,“ sagði hún um þessa lífsreynslu sína.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Shannon hafi farið í snjósleðaferð með bróður sínum, Erik, og unnustu hans út í óbyggðirnar þann 13. febrúar. Þau ætluðu að gista í skýli sem Erik á en það er um 30 kílómetra norðvestan við Haines í Alaska.

Erik heyrði systur sína öskra og flýtti sér að kamrinum. Þar kom hann að Shannon sem var með sár á rassinum. Í fyrstu héldu þau að hún hefði verið bitin af íkorna eða minnk eða einhverju litlu dýri. Erik var með ljós meðferðis og fór að kanna málið betur.

„Ég opnaði klósettið og þá blasti bara bjarnartrýni við mér, í sömu hæð og klósettsetan, það horfði bara upp á mig í gegnum holuna, beint á mig,“ sagði hann og bætti við: „Ég lokaði bara eins hratt og ég gat og sagði: „Það er björn þarna niðri, við verðum að koma okkur strax héðan. Við hlupum eins hratt og við gátum yfir í skýlið.“

Þegar þangað var komið veittu þau Shannon fyrstu hjálp með aðstoð sjúkrakassa. Þau urðu ásátt um að meiðslin væru ekki alvarleg en að þau myndu fara til Haines ef þetta versnaði. „Það blæddi en þetta var ekki mjög slæmt,“ sagði Shannon.

Næsta morgun fundu þau bjarnarspor út um allt við skýlið en björninn var farinn. Þau telja að björninn hafi komist inn í kamarinn í gegnum op sem er undir bakdyrunum þar inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?