fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Þrír leikmenn sem er líklegast að Klopp reyni að kaupa í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talið líklegt að Jurgen Klopp stjóri Liverpool reyni að styrkja lið sitt nokkuð hressilega í sumar, þýski stjórinn þarf að hressa upp á leikmannahóp sinn að margra mati.

Veðbankar í Englandi telja ansi líklegt að Klopp leggi mikla áherslu á að kaupa Dayot Upamecano varnarmann RB Leipzig. Franski varnarmaðurinn gæti myndað ansi sterkt teymi með Virgil Van Dijk.

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports telur að Liverpool þurfi að kaupa þrjá leikmenn í sumar. Englandsmeistarar Liverpool hafa ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili. Liðið tapaði fyrir Manchester City 4-1 um helgina og vonir liðsins um að verja titil sinn eru litlar. „Það þarf að kaupa miðvörð, mann til að fylla skarð Georgino Wijnaldum og svo þarf einn til að koma inn í sóknarlínuna,“ sagði Carragher.

Veðbankar í Bretlandi telja að tveir miðjumenn séu á lista Klopp, ensk blöð hafa fjallað um áhuga liðsins á Raphinha miðjumanni Leeds. Sá hefur verið frábær á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Þá er Pedro Goncalves leikmaður Sporting Lisbon sagður á lista, ensk blöð hafa sagt frá því að Liverpool hafi skoðað möguleika á því að kaupa hann í janúar.

Líklegir til Liverpool í sumar:

Dayot Upamecano /Getty Images

Dayot Upamecano

Getty Images

Raphinha

Getty Images

Pedro Goncalves

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið