Enska götublaðið Mirror hefur lagst yfir leikmannahóp Liverpool og ráðlagt Jurgen Klopp hverjum á að halda og hverjir geta farið annað.
Blaðið telur upp níu leikmenn sem Klopp á að selja í sumar og þá er næsta víst að Georgino Wijnaldum fari frítt frá félaginu. Hollenski miðjumaðurinn hefur hafnað samningstilboðum Liverpool til þessa.
Mirror telur að Klopp eigi að losa sig við Adrian úr markinu og reyna að selja Lloris Karius líka sem er á láni í Þýskalandi.
Blaðið telur að Alex Oxlade-Chamberlain eiga að vera til sölu en að aðeins eigi að selja hann fyrir rétt verð.
Leikmenn sem Liverpool á að loas sig við að mati Mirror
Adrian
Nat Phillips
Rhys Williams (Lána)
Neco Williams (Lána)
Gini Wijnaldum (Fer)
Alex Oxlade-Chamberlain (Selja á réttu verði)
Xerdan Shaqiri
Divock Origi
Eru á láni en ætti að selja
Marko Grujic, Harry Wilson, Loris Karius, Sheyi Ojo