fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Franska knattspyrnusambandið aðhefst í máli er varðar myndband sem leikmaður Arsenal tók af liðsfélaga sínum í franska landsliðinu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 19:45

William Saliba. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildir franska vefmiðilsins RMC Sport, herma að franska knattspyrnusambandið hafi hafið rannsókn á myndbandi sem William Saliba, leikmaður Arsenal tók af liðsfélaga sínum í franska u21 árs landsliðinu.

Í myndbandinu, sem var lekið á netið í dag, má sjá liðsfélaga Saliba í franska U21 árs landsliðinu fróa sér. Samkvæmt heimildum RMC Sport, lítur franska knattspyrnusambandið á myndbandið sem mjög skaðlegt fyrir ímynd franskrar knattspyrnu. Myndbandið var tekið fyrir þremur árum síðan.

Saliba er leikmaður Arsenal en er nú á láni hjá franska liðinu Nice. Fyrr í dag áður en myndbandið fór í dreifingu tjáði Saliba sig um Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal og hans ákvörðun að spila sér ekki.

„Arteta sagði að ég væri ekki klár í slaginn, ég hefði viljað fá fleiri tækifæri til að finna mitt besta form en svona er boltinn. Ég hefði viljað sanna mig,“ sagði Saliba.

„Ég beið lengi eftir tækifærinu, ég æfði aukalega til að sanna mig fyrir stjóra Arsenal. Ég er sáttur hjá Nice.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands