fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sparaði ekki stóru orðin er hann talaði um slæmt gengi Liverpool – „Þeir hafa verið vondir meistarar“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 08:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi Liverpool á leiktíðinni hefur ekki verið nægilega gott. Liðið situr í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig eftir 4-1 tap gegn Manchester City í gær. Á sama tíma á síðasta tímabili var liðið með 67 stig og hampaði að lokum Englandsmeistaratitlinum.

„Fyrir mitt leiti hafa þeir verið vondir meistarar. Þið getið sagt að þetta tímabil sé einsdæmi útaf Covid-19 en haldið bara áfram. Þið eruð meistarar, þið eruð Liverpool. Ef þið haldið áfram að spila svona munu líða önnur 30 ár þangað til þið vinnið næsta titil,“ sagði Roy Keane, sérfræðingur SkySports eftir leik Liverpool og Manchester City í gær.

Manchester City situr nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á á Manchester United og leik til góða. Roy Keane og Jamie Carragher telja að aðalatriðið fyrir Liverpool núna sé að enda í efstu fjórum sætum deildarinnar.

Roy Keane gefur lítið fyrir tal um að meiðslavandræði Liverpool sé um að kenna þegar kemur að úrslitum á þessu tímabili.

„Fólk heldur áfram að segja mér að Liverpool sé risastór klúbbur. Ef þeir eru rísastór klúbbur þá verða þeir að takast á við svona bakslög, er það ekki hluti af leiknum? (að leikmenn meiðast) Ef allir leikmenn væru alltaf heilir þá væri það frábært. Horfið á Manchester City, við getum fært rök fyrir því að þeim vanti sína bestu leikmenn (Kevin De Bruyne og Sergio Aguero). Það vantaði leikmenn í lið Liverpool í dag en þeir höfðu samt sem áður sína bestu sóknarmenn.

Næsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er gegn Leicester City þann 13. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“