fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Martinez lýsir því hvernig hann brást við eftir erfiðan leik gegn West Ham

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 16:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, stóð í rammanum í 1-0 sigri gegn sínum fyrrum liðsfélögum í Arsenal.

Martinez var í ítarlegu viðtali hjá The Athletic þar sem lesendum gefst betri sýn á það hvernig hann vinnur sem atvinnumaður.

Hann hefur staðið sig virkilega vel með Aston Villa á tímabilinu og hefur haldið markinu hreinu í ellefu skipti. Hann átti hins vegar slæman dag í leik gegn West Ham í miðri viku og lýsir því hvernig hann tókst á við þau vonbrigði eftir leik.

„Ég fékk á mig þrjú mörk úr færum sem ég fæ yfirleitt aldrei á mig mörk úr,“ sagði Martinez í viðtali hjá The Athletic.

Hann fékk því framherja Aston Villa að eyða með sér aukatíma á æfingasvæði Aston Villa og bað þá um að skjóta á markið úr svipuðum færum.

„Ég fékk þá á mig 20 skot úr svipuðum færum og ekkert skot endaði í markinu. Ég vil bæta mig og ef ég fæ á mig mark í leik þá get ég bætt mig til þess að koma í veg fyrir það,“ sagði Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa.

Martinez, gekk til liðs við Aston Villa fyrir tímabilið frá Arsenal, þar sem hann hafði verið varamarkvörður liðsins um langt skeið. Martinez lék þó stórt hlutverk í liði Arsenal á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að liðið varð bikarmeistari.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gat hins vegar ekki lofað honum byrjunarliðssæti í liði Arsenal á þessu tímabili og því ákvað Martinez að róa á önnur mið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag