fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Arteta svekktur eftir tap dagsins – „Efstu liðin gera ekki svona mistök“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal var að vonum svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arteta kveðst vera heilt yfir ánægður með frammistöðu liðsins en það megi ekki við mistökum líkt og áttu sér stað í aðdraganda marksins hjá Aston Villa.

„Þetta var sterk frammistaða frá okkur. Við réðum yfir leiknum og hefðum átt að vinna hann. En þegar að þú gefur andstæðingnum mark, þrjú önnur tækifæri og getur ekki nýtt þín eigin færi, þá vinnurðu ekki leiki,“ sagði Arteta á blaðamannafundi eftir leik.

Ollie Watkins skoraði eina mark leiksins á 2. mínútu eftir að Cedric Soares, varnarmaður Arsenall, gerði sig sekan um slæm mistök í aðdraganda marksins.

„Efstu liðin gera ekki svona mistök. Efstu liðin geta heldur ekki spilað fjóra eða fimm leiki einum manni færri og náð í úrslit, það bara gerist ekki. Það er ekki til það lið í heiminum sem gæti gert það. Ef þú færð á þig mark snemma leiks eða gerir mistök þá þarftu að bregðast við,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.

Arsenal er eftir leikinn í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 23 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Í gær

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir