Heitar umræður hafa skapast í Bretlandi eftir að Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í gær. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.
João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.
Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta var fyrsti leikur Rúnars fyrir Arsenal síðan í desember, þá gerði hann mistök í tapi gegn Manchester City í deildarbikarnum. „Óvinsæl skoðun en Rúnarsson gerði vel þrátt fyrir að fara inn svona óvænt, hann er ekki eins slæmur og stuðningsmenn segja,“ skrifar einn stuðningsmaður Arsenal.
Annar bendir á það að fólk hafi afskrifað Rúnar Alex eftir ein mistök. „Ein spurning, hefur einhver verið afskrifaður jafn fljótt eftir eina slæma frammistöðu? Hann átti sök í einu af fjórum mörkum City. Fólk lætur eins og hann hafi aldrei verið skot. Ég segi að við styðjum strákinn“ skrifar annar.
Arsenal fékk Mat Ryan frá Brighton í janúar en hann er meiddur, það eru því allar líkur á því að Rúnar Alex standi vaktina í marki Arsenal þegar liðið mætir Aston Villa um helgina en Bernd Leno verður í banni.
Einn stuðningsmaður Arsenal slær svo á létta strengi og segir. „Var að átta mig á því að ef þú þýðir Rúnar Alex Rúnarsson, er nafnið hans. Rúnar, sonur Rúnars.“
A quick question. Has any player been written off ad much as Rúnarsson after one poor display? He was to blame for 1 goal out of 4 against City and people are acting like he has never saved a shot.
I say we get behind the lad..
— 🦖 𝔾𝕦𝕟𝕟𝕖𝕣𝕤𝕠𝕟 🦋 (@FuTlurker) February 2, 2021
Unpopular Opinion:
Runarsson did well despite being thrown into an unexpected situation. He’s not as bad as fans make him out to be.
— Saurav (@IngGooner) February 3, 2021
Just realized that Runar Alex Runarsson, if you „translate“ his name, is Runar son of Runar.
— The Socially Distanced Fuse (@TheShortFuse) February 3, 2021
Runarsson time!
Semoga mainnya menggila. 💪🏽 pic.twitter.com/EIqlWNQddg
— Gooners Report Indo (@Gooners_Report) February 3, 2021
Rúnar Alex Runarsson will be great keeper if he will be given next two games to start. Now this is his time. #COYG
— Øakes Martinelli (@OakesMartin1) February 3, 2021
Not for nothing, Runarsson played well. Stopped a few good shots. Let’s give him a fucking chance, one fucking head scratch, 1!
— Sticks&Balls ⚽️🏀🏈⚾️🎾🏒🏎 (@1nildown2oneup) February 3, 2021
I forgot this due to the sadness but well played Rúnar Alex Rúnarsson, specially when the team needed him. @Arsenal
That scoreline could have been worse if not for him. Well done Alex, keep training hard.💪 @inakicana— Devansh.S.Singh (@devanshkailgarh) February 3, 2021
🇮🇸 – Rúnarsson has a 100% save percentage in the premier league (joint highest in competition history) pic.twitter.com/deiIZAKp1F
— aron kristinn (geitin sjálf) (@aronkristinn) February 2, 2021
Honestly Runar Runarsson didn’t do too bad in the last few minutes. Let’s hope that he can prove us all wrong! https://t.co/N21HX7pyob
— Mike Hall (@MikeHal08477906) February 2, 2021
With Maty Ryan not yet returned to full training it's likely that Runarsson will be in goal against Aston Villa.
I am going to come out now and say he will concede zero goals against Villa.
Come back on Saturday and thank me 👍 pic.twitter.com/Wj2v3gmhik
— Eddie Longbridge (@EddieLongbridg3) February 2, 2021