fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Segir Arsenal geta endað í einu af efstu fjórum sætum deildarinnar

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Pires, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur trú á því að félagið geti endað í efstu fjórum sætum deildarinnar á þessu tímabili.

Aðal ástæða þess að Pires er svona bjartsýnn fyrir hönd Arsenal er að hann hefur mikla trú á ungu leikmönnum félagsins sem hafa komið inn sem ferskur andblær eftir brösuga byrjun í deildinni á þessu tímabili.

„Ég myndi ekki útiloka að liðið geti endað í efstu fjórum sætum deildarinnar og tryggt sér Meistaradeildarsæti, hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari deild,“ sagði Pires í viðtali.

Arsenal hefur ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni síðan 19. desember 2020 og hefur liðið nálgast efstu sæti deildarinnar undanfarnar vikur.

„Ég er mjög bjartsýnn fyrir framtíðinni hjá Arsenal. Ég sé marga leikmenn hjá félaginu sem hafa mikil gæði, þá sérstaklega ungu leikmennina.

Arsenal er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 20 leiki og er sjö stigum á eftir Liverpool sem situr í 4. sæti með 37 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil