fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Liverpool hefur notað sextán miðvarðarpör á tímabilinu

Alexander Máni Curtis
Föstudaginn 29. janúar 2021 21:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joel Matip er nýjasti leikmaðurinn til að bætast á meiðslalista Liverpool en ekki í fyrsta skipti á tímabilinu þó.

Liverpool hefur átt við talsverð meiðslavandamál að stríða en nú eru þrír miðverðir Liverpool á meiðslalistanum og eru þeir allir fyrstu kostir Jurgen Klopp en það eru þeir Joe Gomez, Virgil Van Dijk og nú Joel Matip.

Fabinho hefur leyst af stöðu miðvarðar mjög vel og Jordan Henderson fyllt í skarðið þegar að þarf en Liverpool hefur nú stillt upp sextán mismunandi miðvarðarpörum á þessu tímabili.

Rhys Williams og Nat Phillips hafa stigið upp og staðið sig vel þegar að á reynir en engu að síður eru Liverpool taldir líklegir til þess að rífa upp budduna til þess að kaupa varnarmann í janúarglugganum eða að fá leikmann á láni til þess að fylla í djúpt skarð sem að Van Dijk hefur skilið eftir í meiðslum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár