fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Dagný Brynjarsdóttir til West Ham – „Draumur að rætast“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 19:03

Dagný Brynjarsdóttir/ Mynd: West Ham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Brynjarsdóttir, er gengin til liðs við enska félagið West Ham United frá Selfossi. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni. Dagný gerir eins og hálfs árs samning við félagið.

West Ham spilar í efstu deild á Englandi, Dagný hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður liðsins.

„Það er draumur að rætast að ganga til liðs við félagið sem ég hef stutt allt mitt líf.  Liðsfélagar mínir og starfsliðið hafa tekið vel á móti mér og mér líður strax eins og heima hjá mér,“ sagði Dagný eftir að hafa skrifað undir samning við West Ham.

Dagný á að baki 170 meistaraflokksleiki hér á landi, í þeim leikjum hefur hún skorað 61 mark. Þá á hún einnig að baki 90 landsleiki og hefur skorað 29 mörk í þeim leikjum.

Dagný hefur á sínum ferli leikið bæði hérlendis og erlendis, meðal annars með liðum á borð við Bayern Munchen og Portland Thorns. Hún lék 15 leiki með Selfossi á síðasta tímabili, hún skoraði 6 mörk í þeim leikjum.

Hún hefur orðið Íslandsmeistari í fjórgang og orðið bikarmeistari í þrígang. Þá varð hún einnig meistari með Portland Thorns árið 2017.

„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Dagnýju til West Ham. Hún passar fullkomlega inn í þau gildi og menningu sem við viljum að endurspeglist í leikmannahóp okkar. Sem stuðningsmaður West Ham hefur hún einnig byggt upp með sjálfri sér ástríðu og skilning á félaginu,“ sagði Ollie Harder, knattspyrnustjóri West Ham um Dagnýju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir