fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

KSÍ greiðir Blikum engar bætur fyrir Þorstein – „Það var gott að vinna með þeim“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 13:35

Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil byrja á að þakka Jóni Þór og Ian Jeffs fyrir þeirra störf,“ sagði Guðni Bergsson um ráðningu KSÍ á Þorsteini Halldórssyni sem ráðinn var í dag landsliðsþjálfari kvenna til næstu tveggja ára.

Þorsteinn kemur til starfa eftir gott starf hjá Breiðabliki í Kópavogi. Hann tekur við af Jóni Þór Haukssyni sem lét af störfum á síðasta ári eftir trúnaðarbrest við leikmenn félagsins.

Guðni fagnar því að hafa klófest Þorstein en sambandið hafði skoðað kosti sína síðustu vikur. Þar á meðal var Elísabet Gunnarsdóttir sem vildi þjálfa liðið í hlutastarfi til að byrja með, fyrir því var ekki vilji hjá KSÍ.

„Hann er tvímælalaust einn af okkar bestu þjálfurum síðustu ára, hann hefur náð frábærum árangri með Breiðablik. Liðið vakti athygli á síðustu leiktíð fyrir sterkan varnar og sóknarleik. Við erum gríðarlega ánægð með að fá Þorstein inn,“ sagði Guðni.

„Við erum að byggja upp hörkulið, við erum að fara í riðlakeppni HM í haust. Verkefnin eru spennandi, við teljum að við séum búin að fá góðan og sterkan mann í brúna.“

KSÍ greiðir Breiðablik ekki bætur fyrir að taka Þorstein á þessum tímapunkti.

„Ég vil þakka Breiðabliki kærlega fyrir samskiptin, það var gott að vinna með þeim. Við náðum fínu samkomulagi um það hvenær Þorsteinn færi yfir á okkar launaskrá, það var gert í mjög góðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“