fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

N-orðið og myndir af öpum notað til að níðast á Tuanzebe

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United fordæmir þá fordóma sem leikmenn félagsins máttu þola á samfélagsmiðlum í gær. Félagið skorar á samfélagsmiðla að herða regluverk sitt til að koma í veg fyrir að nafnlausir einstaklingar geti hagað sér með þesusm hætti.

Anthony Martial og Axel Tuanzebe urðu fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í gær. Manchester United mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar og tapaði óvænt fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kean Bryan kom Sheffield United yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá John Fleck.

Harry Maguire, jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Alex Telles. Leikmenn Sheffield United neituðu hins vegar að leggja árar í bát. Oliver Burke tryggði liðinu sigur með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá John Lundstram.

Eftir leik fengu Martial og Tuanzebe ljót og niðrandi skilaboð um hörundslit sinn. Búið er að birta fjölda af þeim skilaboðum sem Tuanzebe fékk í gegnum Instagram en hann fékk þau einnig í gegnum Twitter og hefur lokað þeirri síðu sinni.

„Þetta er til skammar, það þarf að komast að því hvaða bjánar þetta eru til að fólk viti það,“ skrifar Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður um málið og birtir myndir.

Þar má sjá að N-orðið er notað og þá eru ansi mörg skilaboð með myndum af apa á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur