fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Tók Guðlaug Victor aðeins 10 sekúndur að fá gula spjaldið – Sverrir spilaði allan leikinn í tapi gegn toppliðinu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 19:37

Guðlaugur Victor í leik með Darmstadt / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir Íslendingar hafa lokið leik í evrópska boltanum í kvöld. 

Sverrir Ingi Ingason, var í byrjunarliði PAOK sem tapaði 3-0 fyrir toppliði Olympiakos í grísku úrvalsdeildinni í kvöld. Öll mörk Olympiakos komu í seinni hálfleik, Sverrir Ingi spilaði allan leikinn. PAOK er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki.

Theodor Elmar Bjarnason, kom inn á 71. mínútu í liði Lamia sem vann 1-0 sigur á Apollon Smirnis í grísku úrvalsdeildinni. Eina mark leiksins kom á 13. mínútu. Lamia er eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með 10 stig.

Í Hollandi var Albert Guðmundsson í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði 1-0 fyrir FC Utrecht á heimavelli. Albert spilaði 72 mínútur í leiknum. AZ situr í 4. sæti deildarinnar með 37 stig eftir 19 leiki.

Í Þýskalandi kom Guðlaugur Victor Pálsson inn á 89. mínútu í liði Darmstadt sem vann 2-1 sigur á Sandhausen í þýsku B-deildinni. Darmstadt lenti undir í leiknum en náði að snúa leiknum sér í vil. Það tók Guðlaug Victor ekki langan tíma að gera sig gildandi í leiknum en hann fékk gula spjaldið aðeins 10 sekúndum eftir að hafa komið inn á. Darmstadt situr í 12. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 18 leiki.

Grikkland:
Olympiakos 3 – 0 PAOK 

1-0 Youssef El Arabi (’50)
2-0 Mady Camara (’77)
3-0 Marios Vrushai (’89)

Lamia 1 – 0 Apollon Smirnis 
1-0 Anastasios Karamanos (’13)

Holland: 
AZ Alkmaar 0 – 1 FC Utrecht 

0-1 Sander van de Streek (’69)

Þýskaland:
Darmstadt 98 2 – 1 Sandhausen
0-1 Aleksandr Zhirov (‘1)
1-1 Marvin Mahlem (’36)
2-1 Marvin Mahlem (’48)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið