fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Manchester City valtaði yfir West Brom og Arsenal ósigraðir sjö leiki í röð

Alexander Máni Curtis
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 22:09

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær viðureignir í ensku úrvalsdeildinni voru að klárast rétt í þessu, Manchester City valtaði yfir nýliða West Brom á meðan Arsenal hefndi sín á Southampton.

Það tók Manchester City litlar 6 mínútur til þess að komast yfir gegn West Brom en það var sjóðheitur Ilkay Gundogan sem að gerði mark City, Joao Cancelo bætti svo við öðru marki fyrir Manchester City á 20. mínútu. Gundogan var svo aftur á ferðinni þegar að hann bæti við sínu öðru marki en það gerði hann á 30. mínútu, Riyad Mahrez bætti svo við fjórða marki City á annarri mínútu uppbótatíma og staðan 4-0 í hálfleik.

Raheem Sterling gerði eina mark seinni hálfleik en það gerði hann á 57. mínútu og lokatölur 5-0 fyrir Manchester City sem að tillir sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal sem hefur ekki tapað sjö leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni kíkti til suðurhluta Englands í leit að hefnd eftir að Southampton sló liðið út úr FA Cup á dögunum.

Southampton byrjaði af krafti og var Stuart Armstrong búinn að koma heimamönnum yfir eftir 3. mínútna leik, Nicolas Pepe jafnaði hins vegar metin fyrir Arsenal fimm mínútum síðar og staðan orðin 1-1.

Ungstyrnið Bukayo Saka bætti við öðru marki Arsenal á 39. mínútu og staðan 1-2 í hálfleik, hann var svo aftur á ferðinni þegar að hann lagði upp mark Lacazette á 72. mínútu sem gulltryggði Arsenal 1-3 sigur sem færir þá upp í áttunda sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Í gær

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham