fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Merkel er sögð vilja „ofurlokun“ samfélagsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 06:59

Veiran fór illa með konuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sögð vilja herða sóttvarnaaðgerðir í landinu til muna til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún er sögð telja að staðan hafi breyst svo til hins verra að aðeins sé hægt að hafa hemil á faraldrinum með enn hertari aðgerðum.

AFP hefur þetta eftir heimildarmönnum í flokki Merkel, CDU. Nýjar aðgerðir munu að sögn meðal annars beinast að því að biðja Þjóðverja að stunda enn meiri félagsforðun en nú er og þar með hitta eins fáa og hægt er.

Merkel er sögð hafa sérstaklega miklar áhyggjur af hinu svokallaða „enska afbrigði“ sem er talið vera 70% meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Bild segir að Merkel vilji grípa til „ofurlokunar“ samfélagsins. Segir blaðið að í því felist að stórum hluta almenningssamgangna verði lokað. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin um þetta. Merkel er sögð vilja funda með leiðtogum sambandsríkjanna í næstu viku en næsti fundur þeirra er fyrirhugaður 25. janúar en honum vill hún flýta.

Reuters hefur eftir heimildarmönnum í sambandsríkjunum að þar sé enn töluverð andstaða við að herða aðgerðirnar.

Í gær létust 1.244 af völdum COVID-19 í Þýskalandi og hafa aldrei verið fleiri á einum degi.

Þýskaland var eitt þeirra Evrópuríkja sem kom best út úr fyrstu bylgju faraldursins í vor en á síðustu mánuðum hefur staðan breyst til hins verra. Robert Koch stofnunin segir að Þjóðverjar virðist ekki taka smithættuna nógu alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn