fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Merkel er sögð vilja „ofurlokun“ samfélagsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 06:59

Veiran fór illa með konuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sögð vilja herða sóttvarnaaðgerðir í landinu til muna til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún er sögð telja að staðan hafi breyst svo til hins verra að aðeins sé hægt að hafa hemil á faraldrinum með enn hertari aðgerðum.

AFP hefur þetta eftir heimildarmönnum í flokki Merkel, CDU. Nýjar aðgerðir munu að sögn meðal annars beinast að því að biðja Þjóðverja að stunda enn meiri félagsforðun en nú er og þar með hitta eins fáa og hægt er.

Merkel er sögð hafa sérstaklega miklar áhyggjur af hinu svokallaða „enska afbrigði“ sem er talið vera 70% meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Bild segir að Merkel vilji grípa til „ofurlokunar“ samfélagsins. Segir blaðið að í því felist að stórum hluta almenningssamgangna verði lokað. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin um þetta. Merkel er sögð vilja funda með leiðtogum sambandsríkjanna í næstu viku en næsti fundur þeirra er fyrirhugaður 25. janúar en honum vill hún flýta.

Reuters hefur eftir heimildarmönnum í sambandsríkjunum að þar sé enn töluverð andstaða við að herða aðgerðirnar.

Í gær létust 1.244 af völdum COVID-19 í Þýskalandi og hafa aldrei verið fleiri á einum degi.

Þýskaland var eitt þeirra Evrópuríkja sem kom best út úr fyrstu bylgju faraldursins í vor en á síðustu mánuðum hefur staðan breyst til hins verra. Robert Koch stofnunin segir að Þjóðverjar virðist ekki taka smithættuna nógu alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“