fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Gunnar segir það einungis vera tímaspursmál hvenær blaðran springur – „Hvernig stendur á þessu?“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 17:00

Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum árið 2020. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fáránleiki efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar birtist í uppblásnu eignaverði á krepputímum þegar þúsundir hafa misst vinnuna og grafist niður í djúpa fátækt.“

Svona hefst pistill sem Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, skrifar en pistillinn birtist á Miðjunni fyrr í dag. „Ríkið hefir prentað nýtt fé og dælt því til hinna efnameiri sem nota það til að kaupa gamlar eignir, ekki til að búa til ný störf eða auka neyslu sem örvar hagkerfið. Hvernig stendur á þessu?“ spyr Gunnar.

Hann segir ríkisstjórnina vera keyrða áfram á gömlu stýrikerfi. Stýrikerfið sem Gunnar talar um er nýfrjálshyggjan. Gunnar segir að öllum ætti að vera orðið ljóst að nýfrjálshyggjan er ekki bara heimskuleg heldur einnig stórhættuleg. „Magnar ójöfnuð, færir fé linnulaust frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga,“ segir Gunnar um nýfrjálshyggjuna.

„Ríkisstjórnin skilur þetta ekki. Hún er eins og Trump, heldur að eignabóla á hlutabréfamörkuðum sé merki þess að allt sé í lagi; ef að hin allra ríkustu séu kát þá sé ekkert að óttast. Hlutabréfamarkaður á Íslandi og fasteignamarkaðurinn eru í bóluástandi. Þar er virði eigna blásin upp, aðeins tímaspursmál hvenær blaðran springur,“ segir Gunnar.

„Þá munu hin ríku gráta og ríkisstjórnin hlaupa til og hugga þau með fjárgjöfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar