fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Raunveruleikastjarna fær það óþvegið fyrir hegðun sína á jólunum – „Ég trúði ekki mínum eigin augum“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska raunveruleikastjarnan Sophie Kasaei, sem hefur gert garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum Geordie Shore, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hegðun sína yfir jólin. Bresk götublöð fjalla um málið í dag, en Kasaei á að hafa heimsótt allavega þrjú heimili og farið í fjölskyldupartí á jóladag.

Það eitt og sér virðist þó ekki reita fólk til reiði, heldur voru það skilaboð sem hún sendi út á samfélagsmiðlum, þar sem hún fjallaði um hversu róleg jólin hefðu verið hjá sér.

Þar sem að Sophie Kasaei býr í Bretlandi eru í gildi þriðja stigs sóttvarnanrreglur, sem að hún virðist hafa brotið með ferðalögum sínum, en stjórnvöld hafa biðlað til almennings að hver og einn hitt sem fæsta. Því fleiri sem maður hitti, því líklegri er maður til að dreifa veirunni.

Hún á að hafa byrjað daginn í sínu eigin húsi með móður sinni, síðan farið til föðurs síns og stjúpmóður, eftir það hafi hún farið aftur heim til sín, og að lokum heimsótt frænku sína sem var að halda fjölskyldupartý.

Kasaei var dugleg að greina frá þessum ferðalögum sínum í Instagram story, en óánægður aðdáandi sagði um ferðir hennar:

„Sophie setti allan daginn sinn í story á Instagram. Og ég trúði ekki mínum eigin augum.“

„Síðan ákvað hún að tísta um hversu notalegur dagurinn hefði verið hjá henni. Það er eins og að frægt fólk þurfi að fylgja öðrum regum en venjulegt fólk.“

Líkt og aðdáandinn benti á tjáði Kasaei sig um jólin sín á Twitter, en þar sagði hún:

„Ég hef aldrei verið mikið jólabarn, en ég var sérstaklega stressuð á þessu ári. En jólin hafa verið svo notaleg og góð hjá mér. Þetta voru fyrstu jólin sem ég átti á mínu eigin heimili, þar sem ég eldaði mat fyrir bara mig og mömmu mína. Mér gæti ekki verið meira sama um gjafir, þetta snýst um fólkið sem þú elskar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum