fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Bendir á mögulegar afleiðingar af máli Bjarna – „Dominic Cummings-áhrifin“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 13:30

Samsett mynd - Bjarni Benidiktsson og Jóhann Páll Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, stjórnmálahagfræðingur og starfsmaður Samfylkingarinnar, deildi frétt The Independent í gær sem fjallaði um svokölluð Dominic Cummings-áhrif (e. Dominic Cummings effect), í sambandi við Þorláksmessumál Bjarna Benidiktssonar, fjármálaráðherra.

Líkt og alþjóð veit var Bjarni gripinn í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem 40-50 einstaklingar voru viðstaddir, grímulausir. Lögreglan stöðvaði samkvæmið. Síðan hefur Bjarni beðist afsökunar, en þó sagst ekki ætla að íhuga afsögn. Þá hafa Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ekki sagst ætla að krefjast afsagnar.

Sjá einnig: Nýjar vendingar í máli Bjarna – Neita því að reglur hafi verið brotnar á Þorláksmessu

Líkt og nafnið gefur til kynna þá varða Dominic Cummings-áhrifin, sem Jóhann minntist á, aðstoðarmann og pólitískan ráðgjafa Borisar Johnson, forsætisráðherra breta. Í maí síðastliðnum var greint frá því að Cummings hefði brotið sóttvarnarlög með löngu ferðalgi sínu frá Lundunúm, til Barnard-kastala í Durham. Málið olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi og kröfðust margir afsagnar Cummings, sem var varinn af Johnson, sem gaf lítið fyrir sóttvarnarbrotin.

Í frétt The Independent er vísað í rannsókn sem birtist í lækna- og vísindatímaritinu Lancet, sem benti til þess að mál Cummings hafi grafið undan trausti almennings til stjórnvalda og sóttvarnareglna, en það eru hin svokölluðu Dominic Cummings-áhrif. Þá kemur fram að traust til stjórnvalda sé gríðarlega mikilvægt í baráttunni við heimsfaraldurinn.

Auðvelt er að bera saman mál Bjarna og Cummings. Jóhann gerir það í færslu sinni, en bendir á að Cummings hafi einungis verið aðstoðarmaður, en Bjarni sé ráðherra og einn leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Jóhann virðist því vera að spyrja sig út í áhrifin sem hegðun Bjarna muni bera í skauti sér.

„Höfum í huga að Dominic Cummings var aðstoðarmaður og pólitískur ráðgjafi, ekki ráðherra og einn af leiðtogum ríkisstjórnar eins og Bjarni Benediktsson. Samt er talið að „Dominic Cummings-áhrifin“ hafi grafið undan sóttvörnum í Bretlandi og þannig kynt undir útbreiðslu veirunnar – ekki síst vegna meðvirkni forsætisráðherrans sem fannst framferði Cummings afsakanlegt og ekki afsagnarsök.“

https://www.facebook.com/jpjohannsson/posts/10221236855223957

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum