fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Gunnhildur Arna: Langar í stærri magavöðva, flaggstöng og kúrekastígvél

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 24. desember 2020 15:46

Gunnhildur Arna og jólatréð í ár. Samsett mynd: Spessi/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, verður hjá tengdafjölskyldunni í kvöld og er spennt fyrir rjúpusúpunni. Hún vonar að Berskjaldaður, ævisaga Einars Þórs Jónssonar sem hún ritaði, verði undir öllum trjám.

Hvernig verður aðfangadagskvöld hjá þér?

Það verður skemmtilegt. Eins og alltaf og ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til. Það er mjög hátíðlegt þar sem jólin opnast fyrir okkur fjölskyldunni þegar við bönkum uppá á heimili tengdó klukkan 18. Ein af betri ákvörðunum lífsins var að þiggja það frábæra boð að útvista aðfangadegi til meistara matargerðar og skreytinga; vera hjá tengdó.

Fram að kvöldinu góða höfum við farið í jólasund, sem verður tekið snemma þetta árið vegna samkomutakmarkana í sundi. Svo keyrum við pakka út, setjumst yfir smákökum og kaffi hjá Gyðu systur með tveggja metra regluna í heiðri og reynum að koma litlum möndlugraut fyrir inn á milli heimavið, rjómalöguðum og sykruðum. Nammi namm.

Með hverjum verður þú?

Innst í jólakúlunni eru Björninn, börnin, tengdós og mamma. Öll verðum við uppábúin í Kópavogi. Borðum saman og tökum upp pakkana.

Hvað borðar þú?

Það er margréttað hjá tengdó en ég borða helst rjúpusúpu, meðlætið, þá sérstaklega Waldorfssalat, legnu perurnar og sykruðu kartöflurnar og rjómann. Svo slæðist sneið af kjöti með, smá rjúpa, jafnvel flís af reyktum sauð. Geymi alltaf nóg af plássi fyrir eftirréttinn. Get ekki beðið.

Er þetta ólíkt fyrri aðfangadagskvöldum?

Bara alveg eins. Hlutverkunum verður ekki breytt þetta árið. Verðum jafnvel í sömu jólafötunum og í fyrra.

Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf?

Ég á það sem ég vil og hlakka til að verja tímanum með mínum og börnunum mínum. Ímynda mér stundum að mig langi í svo margt en flest af því fæst ekki gefins, heldur er innra með manni eða það dýrt að best er að kaupa það bara sjálf. Langar í stærri magavöðva, Bang og Olufsen græjur, fánastöng, ný kúrekastígvél, já og bara Vic Matié línuna alla, gott kaffi, stærra snjallúr, að Einar Þór liggi innpakkaður Berskjaldaður undir hverju tré, nýjan bassa, dökkt súkkulaði, aftur í jóga og hugarró.

Jólatréð hennar Gunnhildar Örnu er ansi fallegt. Mynd/aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala