fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Kynntist „boochinu“ á tónleikaferðalagi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 18. desember 2020 09:56

Jón Már Ásgeirsson er söngvari í þungarokkshljómsveitinni Une Misère og útvarpsmaður á X-inu. Hann hefur verið forfallinn aðdáandi kombucha frá Kombucha Iceland í áraraðir. MYND/THORBJORN EINAR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kombucha er gerjaður tedrykkur sem kemur líklega upphaflega frá Asíu til forna. Gerjunin á sér stað með hjálp svokallaðs „scoby“ – „Symbiotic Colony of Bacteria and Yeast) og úr verður sætsúr gosdrykkur með heillandi eftirbragði. „Kombucha er ekki eitthvað sem fólk verður ástfangið af við fyrsta sopa heldur þarf aðeins að venjast bragðinu. Ég kynntist „boochinu“ fyrst fyrir þó nokkrum árum síðan þegar einhver í kringum mig var að drekka það. Ég man bara að mér fannst lyktin af þessu rosalega erfið. Það var svo ekki fyrr en í byrjun þessa árs þegar ég var á tónleikaferðalagi með Une Misère um Evrópu, sem ég kynntist kombucha aftur. Þá var einhver söngvari í annarri hljómsveit í ferðalaginu sem var alltaf með kombucha á sér og mér fannst það eitthvað svo tilkomumikið. Um leið og við lentum í Keflavík fór ég út í næstu matvörubúð og keypti mér flösku frá Kombucha Iceland og hefur þessi drykkur fylgt mér síðan,“ segir Jón.

Algert sælgæti

„Ég drekk orðið kombucha frá Kombucha Iceland á hverjum degi. Þá fæ ég mér alltaf hálft glas eftir kvöldmat, sem er iðulega frekar stór hjá mér, svona til að koma meltingunni af stað. Það gerist líka alveg að ég hoppi yfir í Krónuna að ná mér í flösku bara til að þamba sem svaladrykk. Uppáhaldsbrögðin mín eru jarðarberja kombucha og svo melónu- og myntubragð. Þessi brögð eru algert nammi og frískandi, svona eins og að fá sér tyggjó. Svo smakkaði ég nýja hátíðabragðið frá Kombucha Iceland, sem heitir Spicy Chai og maður lifandi hvað þetta er gott. Ég kaupi oftast hálfslítersflöskurnar frá Kombucha Iceland með slengitappa. Drykkurinn helst ferskur og gosaður allan daginn. Svo eru flöskurnar alger snilld til að nota aftur, en ég hef verið að leika mér að búa til gerjað gos heima. Þessar flöskur eru fullkomnar í það.“

Spicy Chai er glænýtt hátíðabragð frá Kombucha Iceland. Kanill, negull, svartur pipar og anís kveikja undir jólasjarmanum. MYND/SUNNA BEN.

Kombucha var næsta æði

Jón segir kombucha frá Kombucha Iceland passa fullkomlega inn í sinn lífsstíl, bæði hvað varðar lifnaðarhætti og hugsjónir. „Ég glímdi við fíkn á tímabili og eftir að ég varð edrú fyrir fjórum árum fór ég að sjá hlutina í nýju ljósi, hvernig hlutirnir verða til og hvernig þeir eru framleiddir. Ég byrjaði á að finna fyrir megnri andúð á kjötiðnaðinum og gerðist grænmetisæta í maí árið 2018. Í október sama ár gekk ég alla leið inn í vegan lífsstílinn því ég áttaði mig á því að mjólkuriðnaðurinn er alveg eins og kjötiðnaðurinn. Ég lagði einfaldlega frá mér pizzusneiðina og tók hana ekki upp aftur. Kombucha ásamt mörgum öðrum hlutum í lífi mínu hjálpar mér að halda mér edrú. Þegar maður verður edrú þá er höfuðið alltaf að leita að næsta æði til að grípa fíknihegðunina. Og ég get með sanni sagt að kombucha frá Kombucha Iceland er pottþétt eitt af því sem greip mig. Það hjálpaði mér í alvöru að læra að meta þetta nýja bragð og þegar þú finnur að eitthvað gerir þér gott þá er um að gera að halda því áfram.

Ég fann nefnilega strax mun á mér meltingarlega séð þegar ég byrjaði að drekka kombucha frá Kombucha Iceland. Ég get ekki sagt að ég hafi áður þjáðst af neinum meltingarvandamálum til að tala um. Ég var þungur á mér eftir máltíðir eins og flestir og fann þessi dæmigerðu einkenni þegar maður borðar þungan mat. En þegar ég byrjaði að drekka kombucha frá Kombucha Iceland þá fann ég að það smellpassaði eitthvað púsl sem hafði vantað. Það varð alvöru breyting á meltingunni. Og ég finn það líka núna að ef ég hætti að drekka kombucha í einhvern tíma og smakka svo aftur, þá finn ég strax muninn. Ég verð strax léttari á mér og fúnkera einfaldlega á þægilegri máta.“

Jón starfar einnig sem útvarpsmaður á X-inu. DV/Ernir.

Hjálpar til við sviðsskrekkinn

Jón segir einnig að kombucha gefi sér haldreipi þegar hann kemur fram með hljómsveitinni. „Ég fæ enn þá sviðsskrekk fyrir tónleika og maginn fer í algeran hnút af stressi. Þá finnst mér nauðsynlegt að geta fengið mér kombucha til að róa meltinguna og taugarnar í leiðinni.“

„Nú er ég bæði edrú og vegan og kombucha frá Kombucha Iceland helst hönd í hönd við þessi tvö atriði í lífi mínu. Svo skemmir ekki fyrir hvað þau Ragna og Manuel eru gott fólk. Þetta er alveg strangheiðarleg, íslensk framleiðsla sem mér finnst ótrúlega flott og það passar vel við mín gildi, að versla í heimabyggð og við litla manninn. Þetta er líka svo nett fyrirtæki hjá þeim Manuel og Rögnu. Kombucha Iceland er lítið fjölskyldufyrirtæki og þau eru að framleiða algera eðalvöru. Svo eru þau líka bara svo næs. Maður fær bara jákvæða og góða strauma frá þessu fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum