fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Jón Ívar kvartar undan árásum Kára – Sagt að hann muni eiga erfitt með að fá vinnu á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 08:51

Jón Ívar Einarsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ívar Einarsson, læknaprófessor við Harvard-háskóla í Boston, hefur vakið athygli fyrir að tala gegn hörðum sóttvarnaaðgerðum, einkum hefur hann gagnrýnt sóttkví þeirra sem koma hingað til landsins í dag.

Jón birtir grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann reifar erfitt hlutskipti þeirra sem synda á móti straumnum. Segir hann Kára Stefánsson, forstjóra ÍE, hafa ráðist harkalega gegn sér á opinberum vettvangi og dregið fjölskyldumál sín inn í deiluna:

„Nú hef ég sjálfur lent í orrahríð vegna skoðana minna og reisti vinsælasti maður landsins mér níðstöng í fjölmiðlum, ekki  einu sinni, heldur tvisvar, og minntist m.a. í síðari grein sinni á  mína fjölskylduhagi og börnin mín. Hlaust af því mikil þórðargleði hjá ákveðnum hópi lækna og öðrum sem voru mér ósammála um áherslur vegna Covid-19. Orðið á götunni hjá kollegum mínum á Íslandi er að ég hafi stimplað mig út úr læknastéttinni og ég muni e.t.v. eiga erfitt með að fá vinnu ef ég flytti heim. Því neita ég reyndar að trúa.“

Jón segir hóphugsun hættulega og nauðsynlegt sé að einhver taki að sér það hlutverk að tala gegn vinsælum skoðunum. Hann rekur mótþróatilhneigingu sína aftur til æskuáranna þegar hann hafi neitað að horfa á kvikmyndina Grease sem var svo vinsæl hjá ungdómnum.

Jón segir að fólki sé refsað fyrir að stíga fram með skoðanir sem ganga gegn fjöldanum og framganga fólks í kommentakerfum fjölmiðla sé með ólíkindum.

Jón segir að það sé framtíðarverkefni að gera upp áhrifin af kórónuveirufaraldrinum:

„Það eru ekki öll kurl komin til grafar í Covid-19. Við höfum að mestu einblínt á auðmælanleg skammtímaáhrif (fjölda smita, innlagna, dauðsfalla) en langtímaáhrifin (long-Covid, atvinnuleysi, sjálfsmorð, heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum, seinkun greininga á krabbameinum o.s.frv.) verða ekki að fullu ljós fyrr en eftir a.m.k. 1-2 ár. Tekin var
stór áhætta að bæla veiruna og bíða eftir bóluefni sem hefði í versta falli aldrei komið. Sem betur fer lukkaðist það, en mikilvægt er að rýna heildarmyndina gaumgæfilega áður en við hrósum endanlega happi. Setja þarf á stofn þverfaglegan rannsóknarhóp, skipaðan óháðum einstaklingum sem ekki voru í framlínu viðbragða, ekki til að finna sökudólga, heldur til að við getum betur undirbúið viðbrögð við næsta heimsfaraldri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast