fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Ofursmitandi jólasveinn heimsótti dvalarheimilið – Smitaði 75

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 18:05

Sumir trúa víst ekki á jólasveininn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að heimsókn jólasveinsins á dvalarheimili aldraðra í bænum Mol í Antwerpen í Belgíu fyrir tíu dögum hafi verið ofursmitandi. Jólasveininn reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

Nú hafa 14 starfsmenn og 61 íbúi greinst með veiruna að sögn belgíska miðilsins VRT. Nú er unnið að því að ná stjórn á ástandinu á dvalarheimilinu en enginn hefur látist af völdum veirunnar enn sem komið er.

Belgía hefur farið illa út úr heimsfaraldrinum og er meðal þeirra landa þar sem flestir hafa smitast og látist hlutfallslega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað