fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Guðni um ástæðu þess að málið var ekki rætt á stjórnarfundi – „Viðkvæmt og persónulegt starfsmannamál“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 08:26

Jón Þór þegar hann var ráðinn til starfa í lok árs 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið sagði frá því í gær að mæálefni Jóns Þór Haukssonar hefðu ekki verið ædd á stjórnarfundi KSÍ 3. desember þrátt fyrir að Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður sambandsins, sæti fundinn.

Fundurinn fór fram tveimur dögum eftir sigur Íslands í Ungverjalandi og þann fögnuð sem fór úr böndunum eftir leik, Jón Þór Hauksson sagði starfi sínu lausu fyrr í vikunni.

Meira.
Sara Björk verulega ósátt: „Get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar“

Guðni Bergsson formaður KSÍ segir við Vísir.is að ekkert óeðlilegt við það að málið hafi ekki verið rætt á fundinum, það væri viðkvæmt.

„Ástæðan fyrir því að málið var ekki rætt var einfaldlega sú að það var viðkvæmt og persónulegt starfsmannamál sem snéri einnig að nokkrum leikmönnum og enn var verið að safna upplýsingum um það hvað raunverulega gerðist,“ sagði Guðni Bergsson um málið í svari við fyrirspurn Vísis.

Stjórn KSÍ þurfti ekki að taka upp málið sökum þess að Jón Þór steig sjálfur til hliðar.

„Málið kom því ekki fyrir stjórn sambandsins og því engin ákvörðun verið tekin í málinu hvorki af stjórnendum eða stjórn sambandsins áður en að Jón Þór tók sína ákvörðun með að hætta störfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester