fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

KSÍ sagt vilja fá Lagerback sem ráðgjafa – Rikki segir Arnar og Eið Smára efsta á lista

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 15:00

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason fréttamaður á Stöð2 Sport segir KSÍ skoða það að fá Lars Lagerback sem ráðgjafa yfir báðum landsliðum. Hann segir hann ekki koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari karla.

Lagerback hefur verið orðaður við starfið eftir að hann var rekinn frá Noregi í síðustu viku.

„Ég er búinn að heyra, og ég vil meina að þetta sé fínasti heimildamaður sem gaukaði þessu að mér og er tengdur fótboltaheiminum, að Lars verði ekki landsliðsþjálfari. Það er verið að reyna að semja við Lars um að verða einhvers konar ráðgjafi, tæknilegur stjórnandi yfir báðum landsliðunum,“ sagði Rikki í hlaðvarpsþætti á Vísir.is í dag.

Ríkharð sagði Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen væru efstir á blaði KSÍ. Eiður framlengdi samning sinn við FH á dögunum um að þjálfa liðið en samkvæmt Rikka G er klásúla í samningi hans.

„Mennirnir sem eru sagðir á óskalista KSÍ eru Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen saman. Ég heyrði það að það væri einhvers konar klásúla í samningnum hjá Eiði við FH að hann geti hoppað í þetta verkefni ef það kemur upp.“

Arnar og Eiður Smári stýrðu U21 árs liðinu inn á stórmót á dögunum og virðast vera ofarlega á blaði stjórnar KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Í gær

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Í gær

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“