fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Meintur nauðgari þarf að sæta geðrannsókn

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 15:15

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að meintur nauðgari skuli sæta geðrannsókn. Málið varðar meinta nauðgun mannsins frá árinu 2019. Er hann í ákærunni sagður hafa nauðgað öðrum manni í tvígang í endaþarm. Fyrst í bíl sínum og síðar á heimili sínu í Reykjavík.

Héraðssaksóknari lagði fram kröfuna um geðmatið, að því er segir í úrskurðinum. Þar kemur jafnframt fram að ætlun með því mati sé að kanna hvort ákærði hefði af einhverjum ástæðum „ekki áttað sig á ástandi brotaþola og hvort ákærði geti almennt ekki áttað sig á breyttri afstöðu fólks.“ Í sálfræðimati yfir manninum kemur fram að ákærði sé með ýmis konar greiningar og sé „yfir greiningarmörkum“ hvað varðar félagslega hæfni. Þá segir að hann sé ónæmur og hafi lítið innsæi í tilfinningar, líðan og hegðun annars fólks. Á þessu má álykta, segir jafnframt, „að nauðsynlegt sé að fram fari mat á geðheilbrigði ákærða og að matsmaður leggi mat á það álitaefni hvort ákærði hafi verið fær um, eða alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu sökum geðveiki, andlegs vanþroska, hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands […].“

Þrátt fyrir mótmæli ákærða tók dómarinn undir kröfu Héraðssaksóknara í málinu. Segir í niðurstöðukafla dómsins að fallist sé á það mat að vafi geti leikið á sakhæfi ákærða og niðurstaða um þau atriði sem krafist er mats um geti skipt sköpum um framhald málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast