fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. desember 2020 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og Sósíalistaflokkur Íslands næði fólki inn á þing ef marka má nýja skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi.

Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn með 27,1% og bætir við sig rúmlega tveimur prósentustigum.

Píratar og Samfylking eru með jafnmikið fylgi, 13,8%. Píratar tapa lítillega frá síðustu könnun sem var birt fyrir mánuði en Samfylkingin tapar tæplega þremur prósentustigum.

Viðreisn er með 9,5% og bætir við sig.

Framsóknarflokkur og VG eru báðir með 7,6%. Framsókn er að tapa ríflega tveimur prósentum en VG að standa í stað.

Miðflokkurinn er með 7% sem er rúmlega tveimur prósentum minna en í síðustu könnun.

Samkvæmt þessari könnun fá bæði Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands kjörna menn á þing. Flokkur fólksins er með 6,2% og Sósíalistar 5,0%.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar