fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Ætluð brot Elísabetar lýtalæknis á sóttkví til skoðunar hjá lögreglu – Finnst ekki lengur í starfsleyfaskrá Landlæknis

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 6. desember 2020 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem kom til landsins í fyrradag frá Danmörku er nú til skoðunar hjá lögreglu. Varðar málið meint brot á sóttkví en Elísabet gekkst hvorki undir sýnatöku á flugvellinum né sóttkví. Setti hún myndbönd á samfélagsmiðla af því þegar hún neitaði bæði að fara í sóttkví eða sýnatöku á flugvellinum eins og reglur gera ráð fyrir.

Sjá nánar: Elísabet lýtalæknir lenti í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli – Var rekin fyrir rúmum mánuði af Landspítala

Elísabet mætti svo á mótmæli gegn Covid-19 ráðstöfunum hins opinbera sem haldinn var á Austurvelli í gær, degi eftir heimkomu sína. Ásgeir Þór Ásgeirsson staðfesti í samtali við Vísi.is fyrr í dag að mál væri á borði lögreglunnar vegna ætlaðra brota á sóttvarnareglum en gat ekki staðfest hver hlutaðeigandi væri.

Elísabet starfaði áður hjá Íslenskri erfðagreiningu og sem læknir í Svíþjóð. Hún flutti síðar heim til Íslands og hóf störf á Landspítalanum þann 1. apríl síðastliðinn. Þar starfaði hún á sérstakri brjóstamiðstöð sem er undirdeild röntgendeildar spítalans. Í lok október sagði DV frá því að Elísabetu hafi verið sagt upp frá störfum á Landspítalanum með bréfi Péturs Hannessonar yfirlæknis og Páls Matthíassonar forstjóra spítalans.

Sjá nánar: Elísabetu Guðmundsdóttur lýtaskurðlækni sagt upp störfum

Elísabet sagði þá í samtali við blaðamann DV að hún hafi ekki fengið neinar ástæður fyrir uppsögninni, en að hún teldi hana hafa með aktívisma sinn gegn Covid-19 takmörkunum að gera. Elísabet stóð meðal annars að undirskriftasöfnun þar sem sú krafa var gerð að framhaldsskólar yrðu opnaðir aftur og börnum yrði leyft að stunda íþróttir.

Það vakti jafnframt athygli að í uppsagnarbréfinu sem DV fjallaði um á sínum tíma kom fram að hennar síðasti starfsdagur yrði 30. nóvember. Uppsögnin barst Elísabetu 30. október og þannig ljóst að Elísabet var aðeins á eins mánaðar uppsagnarfresti.

Nafn Elísabetar ekki að finna í skrá Landlæknis

Á heimasíðu Landlæknis má finna skrá yfir starfsleyfi sem Landlæknir hefur gefið út. Nafn Elísabetar er ekki að finna þar. Þar segir þó að skráin sé uppfærð daglega. Þar má jafnframt finna nöfn heilbrigðisstarfsmanna sem ekki hafa lagt stund á störf í heilbrigðisþjónustu í mörg ár.

Bæði forsvarsmenn Landspítalans og Landlæknis hafa neitað að tjá sig um málefni einstaka lækna. Þó hefur DV heimildir fyrir því að sé læknir sviptur að fullu hverfur hann úr skránni, en læknar með takmarkað leyfi eru áfram skráðir.

Í 15. gr. laga um landlækni og lýðheilsu segir að Landlæknir geti svipt lækni starfsleyfi án undangenginnar áminningar að nokkrum skilyrðum uppfylltum.

Uppfært 13:15 – Í fyrri útgáfu var sagt að nöfn þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eru með takmarkað leyfi væri ekki að finna í skránni, hið rétta er að nöfn þeirra eru finna í skránni. Hefur fréttin verið uppfærð samkvæmt því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur