Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Elísabet lýtalæknir lenti í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli – Var rekin fyrir rúmum mánuði af Landspítala

Heimir Hannesson
Laugardaginn 5. desember 2020 16:10

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli var kölluð til í gær þegar Elísabet Guðmundsdóttir, lýtalæknir og aktívisti gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum, neitaði að gangast undir sóttkví eða sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. RUV sagði fyrst frá. Elísabet birti eftirfarandi myndband á Facebook síðu sinni af veru sinni á Keflavíkurflugvelli.

Elísabet hefur verið mjög virk í umræðu um strangar sóttvarnaraðgerðir yfirvalda og blés hún meðal annars til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að samkomubanni yrði ekki látið gilda um framhaldsskóla og að íþróttastarf barna og unglinga yrði gert undanskilið takmörkunum.

Samkvæmt upplýsingum RUV er uppákomur af þessu tagi ekki algengar, en þegar slík mál komi upp rati þau til lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.

Elísabet hefur í dag birt myndbönd á Facebook síðu sinni af mótmælafundum á Austurvelli sem skipulögð voru af Frelsishreyfingu fólksins, þar sem sjá má mótmælaspjöld með skilaboðum gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda.

Í lok október sagði DV frá því að Elísabetu hafi verið sagt upp sem lækni á Landspítalanum, þar sem hún var með eins mánaðar uppsagnarfrest. Elísabet var ráðin inn á Landspítalann í apríl þessa árs. Undir uppsagnarbréfið skrifuðu Pétur Hannesson yfirlæknir og Páll Matthíasson framkvæmdastjóri Landspítalans. Elísabet sagði þá í samtali við blaðamann DV að hún teldi uppsögnina tengjast aktívisma sínum gegn Covid-19 ráðstöfunum, en engin ástæða var gefin fyrir uppsögninni að sögn Elísabetar, sem starfaði á sérstakri brjóstamiðstöð sem er undirdeild röntgendeildar Landspítalans. Pétur Hannesson yfirlæknir sagði jafnframt við DV á þeim tíma að hann gæti ekki rætt málefni einstaka starfsmanna í fjölmiðlum.

Uppfært: Samkvæmt heimildarmönnum DV var Elísabet ekki handtekin við komuna til landsins eins og fram kemur í myndböndum Elísabetar, heldur var lögregla kölluð til. Elísabet mun hafa neitað að gangast undir tvöföldu sýnatökuna og skrifaði ekki upp á sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsætisráðherra Íslands fer á kostum – Þrasar í verslunum og var „vippað“ af Angelu Merkel

Forsætisráðherra Íslands fer á kostum – Þrasar í verslunum og var „vippað“ af Angelu Merkel
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bókmenntasamfélagið á hliðinni í kjölfar umfjöllunar á Rás 1 – „Jæja gamli… ég myndi nú bara eyða þessu“

Bókmenntasamfélagið á hliðinni í kjölfar umfjöllunar á Rás 1 – „Jæja gamli… ég myndi nú bara eyða þessu“
Fréttir
Í gær

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang
Fréttir
Í gær

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Öflugur jarðskjálfti í morgun en enginn órói í bili

Öflugur jarðskjálfti í morgun en enginn órói í bili