fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Píratar skafa ekki utan af því – „Staðfestingin á niðurlægingu stjórnvalda“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 1. desember 2020 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöður yfirdeildar Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. En Ísland var fundið brotlegt við Mannréttindasáttmálann, nánar tilgreint um ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum sem telst meðal grundvallarmannréttinda í vestrænum ríkjum.

Píratar skafa ekkert utan af skoðunum sínum í yfirlýsingunni sem felur í sér grjótharða gagnrýni á ríkisstjórnina.

„Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar.“

Píratar segja að þessu hafi mátt afstýra, en það hafi ekki verið gert.

„Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland.“

Hins vegar hafi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nú lokatækifæri til að bæta ráð sitt.

„Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu.“

Eins þurfi ríkisstjórnin að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði síðast þegar Mannréttindadómstóll kvað upp dóm sinn.

„Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa.“

Nú sé mikilvægt að koma fram að heiðarleika

„Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk