fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Brynjar er kominn með nóg – „Komið út fyrir öll mörk“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 15:54

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, þykir nóg um forræðishyggjuna sem hann telur ríkja hér á landi.  Nú sé svo komið að Íslendingar beri enga ábyrgð á eigin hegðun og heilsu, heldur sé krafan fremur sú að ríkisvaldið hafi vit fyrir borgurum með stjórnlyndi. Þessu vekur hann athygli á í færslu á Facebook.

„Stjórnlyndi er annað orð yfir frekju og yfirgang. Margir þjást beinlínis af vanlíðan ef hlutirnir eru eins og þeir vilja hafa þá, jafnvel hjá öðru fólki sem þá varðar ekkert um. Það er afleitt þegar slíkt fólk hefur með höndum ríkisvaldið sem getur beitt þvingunum til að ná sínu fram.“
Brynjar segir stjórnlyndið taka á sig ýmsar myndir en séu sérstaklega áberandi þegar kemur að mat og drykk.
„Margir vilja þvinga okkur með sköttum til að borða og drekka eins og því finnst æskilegt. Skiptir engu máli að ekkert af þessum mat og drykk er skaðlegt nema í óhófi.“
Brynjar segir fjölbreytileika í samfélaginu fallega ófullkominn og það sé staðreynd að menn hugi misvel að heilsu sinni
„Sjarminn og fegurðin við manninn er fjölbreytileikinn og hversu ófullkominn hann er. Við hugsum misvel um heilsu okkar. Sumir borða of mikið en aðrir of lítið. Einhverjir hreyfa sig lítið en aðrir jafnvel of mikið. Ekki megum við gleyma þeim sem drekka ótæpilega áfengi eða þeim sem fara illa með peningana og eyði þeim í fjárhættuspil.“
Hins vegar hafi mál þróast þannig að við sjálf berum enga ábyrgð á eigin hegðun og heilsu.
„Krafan er um að ríkisvaldið taki í taumana með þvingunum ef ekki vill betur. Þess vegna á að banna okkur hinum eða skattlegja sérstaklega vegna þess að einhverjir borði of mikið, spili rassinn úr buxunum í fjárhættuspilum eða staupi óhóflega. Það virðist alltaf vera hægt að réttlæta stjórnlyndið og beitingu þvingana og refsinga með vísan til heilsusjónarmiða. Látum nú vera að stjórnvöld beiti áróðri en þetta óhóflega stjórnlyndi er komið út fyrir öll mörk.“
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason svarar þingmanninum.
„Náttúrlega eilíf spurning hvar mörkin eru dregin? Við leyfum áfengi en bönnum absint sem er áfengi en mjög sterkt og höfugt. Leyfum við kannabis? Hvað þá með heróín? Ég velti fyrir mér sælgæti. Þegar ég var strákur urðu ótrúlega vinsælar gospillur sem krakkar sugu í gríð og erg. Þær beinlínis brenndu upp tennur – leiddu af sér faraldur tannskemmda. Það eru línur þarna sem færast til. Nú á tímum þykir tóbaksneysla afar ófín og reykingamenn þurfa að híma í skúrum eða undir vegg. Það er hins vegar fínt að sötra vín – og innréttaðir glæsilegir staðir utan um þessa neyslu, sem stundum getur orðið að fíkn. Þegar við vorum drengir að alast upp var ekkert mál að ná í sígarettur en aðstaða til áfengisneyslu var mjög takmörkuð.
Brynjar svarar Agli og segist gera sér grein fyrir að það séu mörk á öllu.
„Ég var nú bara að tala um mat og drykk sem ekki er skaðlegur nema neytt sé í óhófi, Egill. Auðvitað veit ég að það eru mörk á öllu en það er óþarfi að taka alla ábyrgð af einstaklingnum á hegðun sinni og heilsu.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“