fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Mikil tækifæri til hagræðingar í rekstri eftirlitsstofnana

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 19:30

Sú hugmynd hefur komið upp að sameina Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofu. MYND/VILHELM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opinbert eftirlit gríðarlega umfangsmikið. Skýrslu vinnuhóps um málaflokkinn stungið ofan í skúffu. Ítrekað hent að gjaldtaka vegna eftirlits sé ekki í samræmi við lög.

Síðasta ár fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um liðlega 4,2% eða um tæplega 2.300 manns, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en á sama ári fækkaði störfum á einkamarkaði um 2,6% eða um tæplega 3.900 manns. Þetta ætti að teljast alvarlegt umhugsunarefni núna, þegar skatttekjur hafa hríðfallið vegna efnahagsástandsins, en lítið hefur farið fyrir umræðu um hagræðingu í opinberum rekstri undanfarið – hagræðingu sem þó er óhjákvæmileg.

Eftirlitskerfið þenst út

Einn er sá útgjaldaliður hins opinbera sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum, en það er kostnaður vegna hvers kyns eftirlits. Milli áranna 2010 og 2018 jukust útgjöld til 21 eftirlitsstofnunar ríkisins um rúm 57%, svo dæmi sé tekið.

Þessi mál voru til talsverðrar umræðu í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, 2013–2016, en þá var að störfum hagræðingarhópur á vegum stjórnarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þess hóps, sagði í samtali við Fréttablaðið í september 2013 að fyrri ríkisstjórn hefði forgangsraðað í þágu eftirlitsiðnaðarins. Nú þyrfti að vinna að hagræðingu og gagnrýndi hann sérstaklega framlög til fjölmiðlanefndar, sem hefðu hækkað úr 17,5 milljónum árið 2008 í 38,5 milljónir 2012. Þessar tölur er athyglisvert að skoða í ljósi fjárlaga næsta árs, þar sem gert er ráð fyrir 92 milljónum til fjölmiðlanefndar.

Lítill áhugi til staðar

Sumarið 2014 skipaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vinnuhóp til að fara yfir lög og reglur er varða eftirlitsstofnanir. Í áfangaskýrslu sem hópurinn sendi frá sér þá um haustið, var lagt til að fram færi heildarendurskoðun á eftirlitsstofnunum, verkefni þeirra yrðu greind og stofnanir að því búnu sameinaðar og samþættar. Þingnefnd yrði falið eftirlit með stofnununum og fjárveitingar skyldu grundvallast á árangursmati.

Formaður starfshópsins var Skúli Sveinsson lögmaður. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið nokkrum árum síðar, að vinna hópsins hefði runnið út í sandinn: „Það virtist ekki vera áhugi hjá stjórnvöldum á að halda starfi hópsins áfram, eftir að ég skilaði skýrslunni heyrði ég ekki meira af þessu.“

Ýmsar tillögur að úrbótum

Starfshópurinn lagði til að umfram allt yrði hugað að þjónustuhlutverki viðkomandi stofnana, þar sem hagkvæmni og skilvirkni yrðu í hávegum og að stofnanirnar yrðu eingöngu fjármagnaðar úr ríkissjóði. Hópurinn benti á að sértekjur eftirlitsaðila, þar með talin gjöld vegna framkvæmdar eftirlits, kynnu að skapa óæskilega hvata fyrir eftirlitsstofnun til að herða eftirlit, til þess eins að auka tekjur. Í þessu sambandi er rétt að huga að því að sektir eru í eðli sínu viðurlög við afbrotum og ekki hugsaðar sem tæki til tekjuöflunar hins opinbera. Þá hefur það ítrekað hent að gjaldtaka opinberra aðila sé ekki í samræmi við lög. Dæmi um það var þegar íslenska ríkinu var gert að greiða Banönum ehf. 40 milljónir króna vegna ólögmætrar álagningar eftirlitsgjalds, en að mati dómsins voru ekki tengsl milli fjárhæðar gjaldsins og þeirrar þjónustu sem fyrirtækið fékk.

Til að einfalda framkvæmd eftirlits hefur verið bent á mikilvægi þess að sameina stofnanir, en oft er talsverð skörun á verkefnum þeirra, til að mynda Póst- og fjarskiptastofnunar annars vegar og Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu hins vegar. Í Finnlandi og Danmörku hafa stofnanir samsvarandi Samkeppniseftirlitinu og Neytendastofu verið sameinaðar, svo dæmi sé tekið.

Lítið dæmi af eftirliti

Neytendastofa gerði könnun á sölustöðum og vefsíðum ísbúða í júní síðastliðnum til að rannsaka verðmerkingar. En samkvæmt athugun Neytendastofu á fésbókarsíðum og vefsíðunum kom í ljós að þar vantaði upplýsingar um „kennitölu, virðisaukaskattsnúmer, opinbera skrá og leyfi þjónustuveitenda“, eins og það er orðað í áliti stofnunarinnar sem brást við með því að leggja 20 þúsund króna dagsekt á hverja og eina ísbúð yrði þessu ekki kippt í liðinn á innan við hálfum mánuði.

Hér má velta því upp hvort ekki sé of langt gengið í eftirliti, enda stunda fæstar umræddra ísbúða rafræn viðskipti. Upplýsingarnar á vefsíðunum eru umfram allt til að koma á framfæri upplýsingum um afgreiðslutíma, vöruúrval og fleira því um líkt. Hvaða máli skiptir það neytandann hvort virðisaukaskattsnúmer og kennitala komi fram á fésbókarsíðu ísbúða?

Snýst um samkeppnishæfni

Ísland á í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Mikilvægur þáttur í því að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að einfalda regluverk og eftirlit – að það verði framkvæmt með sem allra hagkvæmustum hætti. Sér í lagi er þetta mikilvægt nú um stundir þegar kreppir að í atvinnulífinu og ekki úr vegi að dusta rykið af tillögum starfshópsins sem stungið var ofan í skúffu haustið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“