fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Mogginn vekur hneykslun með því að uppnefna Þorgerði – „Vá, hvað þetta er ómerkilegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 19:00

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins taka Katrínu Þorgerði Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir í dálkinum Staksteinar í dag. Þar er Þorgerður kölluð Tobba Kata, hæðst að þekkingu hennar á efnahagsmálum og sagt að hún hafi klofið Sjálfstæðisflokksins sem borið hafi hana á höndum sér, „til þess eins að geta tekið þátt í borgarsukkinu með Degi, sérfræðingi í því.“

Þá eru rifjaðar upp undir rós háar lánaafskriftir Kristjáns Arasonar, eiginmanns Þorgerðar, frá því í efnahagshruninu í kringum 2008.

Mogginn notast við bloggpistil Páls Vilhjálmssonar til að hæðast að andstöðu Þorgerðar við krónuna. Þar segir:

„Íslenska krónan ber ábyrgð á kreppunni vegna Kínaveirunnar, segir formaður Viðreisnar efnislega. Í Evrópu er engin verðbólga eins og hér á Íslandi, kemur úr koki Tobbu Kötu. Formaðurinn veit ekki, eða þykist ekki vita, að Evrópu glímir við verðhjöðnun, sem er margfalt verri en verðbólga.

Allir sem eitthvað kunna í hagfræði, lögverndaðir eða ekki, vita þetta. Tobba Kata kann ekki hagfræði og heldur ekki einföldustu atriði um áhrif Kínaveirunnar á eftirspurn í ferðaþjónustu – sem kemur krónunni nákvæmlega ekkert við.

En Tobba Kata kann að spila golf, ójá, enda hvorki verðbólga né verðhjöðnun á vellinum í Hveragerði. Ónei, sei, sei.“

Netverjar hneykslast

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, birtir skjáskot af Staksteinum á Facebook í dag og skrifar:

„Í hvaða hugmyndafræðilega skóla leita Davíð Oddsson, Páll Vilhjálmsson, Trump og þeirra líkar þegar þeir smíða uppnefni á fólk sem þeir óttast?“

Um 60 ummæli hafa birst undir færslunni sem flest lýsa hneykslun á pistlinum.

Jasmina Vajzovic Crnac, stjórnmálafræðingur sem starfar í Viðreisn, skrifar:

„Vá hvað þetta er ósmekklegt. Þetta er aðferð sem er notuð til lítillækkunar. Fyrirlitningu jafnvel.“

„Hvað var borgarstórinn aftur kallaður á þessum vettvangi? Jón G. Kristinsson? Svolítið eins og þegar maður ætlaði að spæla einhvern í skólablaðinu í þá tíð,“ skrifar Egill Helgason fjölmiðlamaður og vísar þarf til nafngiftar Staksteina á Jóni Gnarr.

„Þetta er örugglega einn ómálefnalegasti pistill sem ég hef lesið lengi. Skjálfti í fólki?“ skrifar Ólafur G. Skúlason.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?