fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ferðaskrifstofur sameinast

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viljayfirlýsing hefur verið gerð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða. Gangi kaupin eftir verða ferðaskrifstofurnar reknar sem sérstakar einingar innan Ferðaskrifstofu Íslands. Send hefur verið eftirfarandi tilkynning til fjölmiðla vegna málsins:

„Viljayfirlýsing um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða.  Kaupverð verður greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands. Kaupin verða með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og gerð endanlegs kaupsamningsins, sem stefnt er að því að klára í næstu viku.

Ferðaskrifstofa Íslands, undir vörumerkjum Úrval/Útsýn, Sumarferða og Plúsferða, og Heimsferðir hafa um langt skeið verið leiðandi ferðaskrifstofur á Íslandi. Félögin hafa sérhæft sig í ferðum Íslendinga á sólarstrendur, auk borgarferða, golfferða, íþróttaferða og ýmissa annarra sérferða.

Ferðaskrifstofurnar verða reknar sem sérstakar einingar innan Ferðaskrifstofu Íslands, gangi kaupin eftir.

Markmiðið er að bjóða landsmönnum víðtæka þjónustu og fjölda spennandi áfangastaða á næstu misserum á hagkvæmum kjörum.

Eins og kunnugt er hefur COVID 19 faraldurinn haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu.  . Það er ljóst að með fyrirhugaðri sameiningu næst fram hagræðing sem mun gera þessum fyrirtækjum kleift að hefja starfsemi aftur eins fljótt og mögulegt er með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“