fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 28. nóvember 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartur Aðalbjörnsson, fyrirliði Einherja, hafði miklar áhyggjur af kórónuveirunni þegar umræður voru hvað hæstar um að halda Íslandsmótinu áfram. Bjartur vildi ekki að mótið yrði sett aftur af stað, meðal annars hafði hann áhyggjur af því að leikmenn frá landsbyggðinni myndu ferðast á höfuðborgarsvæðið þar sem mikið var um smit. Bjartur fékk ósk sína uppfyllta þar sem mótið var að lokum slaufað af.

Í vikunni deildi Bjartur færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann sagði frá ferð sinni til Akureyrar. „Kostar mig 6500 að fljúga frá Vopnafirði til Akureyrar með stoppi á Þórshöfn. Ögn dýrara en að taka strætó sem kemur ekki einu sinni alla leið á Vopnafjörð. Og mun þægilegra og fljótlegra en að dröslast yfir fjöllin á einkabíl,“ sagði Bjartur.

„Menn vilja stundum leggjast lágt“

Þorlákur Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong, gerði grín að þessari færslu Bjarts. „Gríðarlega ánægjulegt að þú sért farinn að treysta þér að ferðast aftur,“ sagði Þorlákur. Arnar var ekki sáttur með þetta skot Þorláks og svaraði fyrir sig skömmu síðar.

„Menn vilja stundum leggjast lágt,“ skrifar Bjartur. „Í október vildi ég, sem leikmaður, slútta ísl.mótinu i fótbolta vegna smithræðslu. Þá var faraldurinn í hæstu hæðum. Í dag flýg ég norður til Akureyrar til að heimsækja kærustuna mína og fæ þetta svar. Gaman að skoða hverjir læka þetta,“ segir hann og heldur áfram.

„Stundum finnst mér eins og viss hluti knattspyrnuáhugamanna og leikmanna hugsi ekki um neitt annað en fótbolta. Menn eins og Hjörvar Hafliðason sem lækar þetta tweet og hefur áður gert lítið úr mér í hlaðvarpinu sínu. Mér finnst þetta svo ómerkilegt. Ég hef ekki farið út fyrir Vopnafjörð síðan í október. Þá heimsótti ég líka kærustuna mína á Akureyri því við erum í fjarsambandi. Annars ferðast ég ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir