fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sylvía opnar sig: „Þetta snerist aldrei um að verða grönn eða líta betur út

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 19:00

Skjáskot úr Íslandi í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði Vikunnar. Í blaðinu ræðir hún meðal annars um aðgerð sem hún fór í fyrir tveimur árum síðan, magaermisaðgerð.

„Þótt ég hafi alltaf rokkað upp og niður á vigtinni hef ég alltaf verið þung og of þung stærri hluta ævi minnar heldur en hitt. Ég var orðin 112 kíló og fann að þetta var farið að há mér mjög mikið, bæði andlega og líkamlega. Það sem ýtti hvað mest við mér var þegar dóttir mín sagðist vilja vera stór eins og mamma,“ segir Sylvía í viðtalinu í Vikunni.

„Þetta snerist aldrei um að verða grönn eða líta betur út“

Þegar Sylvíu fannst hún ekki vera góð fyrirmynd lengur, hvorki andlega og líkamlega, ákvað hún að skoða aðra möguleika til að missa kílóin. „Mig langaði að geta leikið við dætur mínar, hlaupið um með þeim, skriðið eftir gólfinu og verið með í fimleikum og allt þetta en ég gat það bara ekki eins og staðan var þarna,“ segir hún. „Ég var búin að prófa alla megrunarkúra sem voru til undir sólinni án árangurs en ég þekkti nokkrar konur sem höfðu farið í magaermi og náð góðum árangri sem var svona kveikjan að því að ég ákvað að fara sjálf í þá aðgerð.“

Sylvía segir að um hafi verið að ræða stóra ákvörðun en hún ætlaði að hætta við aðgerðina þegar hún var komin á skurðarborðið. Sylvía hætti þó ekki við aðgerðina að lokum en hún segir hana hafa bætt lífsgæði hennar til muna. „Þetta snerist aldrei um að verða grönn eða líta betur út, þótt það sé auðvitað plús, en mér líður svo miklu betur og það er æðislegt að geta gert það sem mig langar. Ég er líka góð fyrirmynd fyrir börnin mín með því að hafa tekið upp heilbrigðari lífsstíl almennt.“

„Mér leið kannski ekkert rosalega vel“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sylvía talar um þessa aðgerð í fjölmiðlum en hún gerði það einnig í Íslandi í dag í fyrra. Þar sagði Sylvía að hún hafi alltaf verið þung en að hún hafi fyrst farið í þriggja stafa tölu á vigtinni eftir meðgöngu. „Hægt og rólega kom þetta bara [í fæðingarorlofinu]. Maður var bara alltaf heima og ekkert að hugsa um hvað maður borðaði. Mér leið kannski ekkert rosalega vel,“ sagði Sylvía í Íslandi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“