fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Skjóta fast til baka á Áslaugu – „Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaskýringarþátturinn Spegillinn segist standa við pistil sem birtur var á mánudag þar sem fjallað var um eftirfylgniskýrslu GRECO samtakanna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gagnrýndi fréttaflutning fréttamanns RÚV um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við tilmælum GRECO, en í skýrslu frá 2018 var fjölda tilmæla beint til íslenskra stjórnvalda og hefur verið farið eftir litlum hluta þeirra svo nægjanlegt þyki. Af 18 tilmælum taldi GRECO að Ísland hafi farið eftir fjórum þeirra með fullnægjandi hætti. Sjö tilmælum hafi verið fylgt að hluta og sjö tilmælum hafi alls ekki verið farið eftir.

Spegillinn fjallaði um að munur hafi verið á því hvernig dómsmálaráðuneyti annars vegar og forsætisráðuneyti hins vegar hafi farið eftir tilmælunum.

Áslaug Arna sagði að fréttamaður RÚV hafi reynt að gera lítið úr því sem dómsmálaráðuneytið hefur gert til að verða við tilmælum GRECO og að gefið hafi verið tilkynna að ráðuneytið hefði hvorki áhuga né vilja á aðgerðum gegn spillingu.

Benti Áslaug á að talsmaður GRECO hafi farið lofsamlegum oðrum um vinnu ráðuneytisins. Áslaug sagði ennfremur:

„Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá. Ýmislegt hefur verið aðhafst í málefnum lögreglunnar undanfarið og frekari breytingar til hins betra eru framundan“

Sagði hún fréttamann  „útvarps alldra landsmanna“ hafa kosið að afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir.

Þessu hafnar Spegillinn í yfirlýsingu sem birtist hjá RÚV þar sem Spegillinn segist standa við fréttaflutning sinn.

„Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus. Spegillinn hafnar því algerlega að í pistlinum hafi verið lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Ráðherra hefur ekki sent fréttastofu RÚV formlega athugasemd vegna pistilsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“