fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Lögreglu grunar íkveikju í Urðarbrunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 17:28

Slökkviliðsbíll. Mynd: DV. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Fréttablaðið að lögregluna gruni íkveikju í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Urðarbrunni í Úlfarsárdal í gærkvöld.

Eldur kviknaði í einni íbúð og gekk greiðlega að slökkva hann. Skemmdir á íbúðinni eru hins vegar miklar. Maður sem hefur búið þar er virkur keppandi í MMA bardagaíþróttinni. Hann  birti slagsmálamynd af sér á samfélagsmiðlum um helgina, myndbandið vakti mikla athygli og leiddi til þess að maðurinn var handtekinn á sunnudag. DV hefur árangurslaust reynt að ná tali af manninum í dag.

Íbúðin var mannlaus er eldurinn kviknaði. Sjónarvottur segir hlut hafa verið fleygt inn um glugga að íbúðinni. Grunur leikur á að um bensínsprengju hafi verið að ræða. Það getur lögregla ekki staðfest í samtali við Fréttablaðið enda þurfi aðkomu rannsóknarstofu í Háskóla Íslands til að skera úr um það, og slíkt taki tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“