fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Segir að hver sem er muni geta fengið bóluefni við COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 19:06

Samsett mynd/Moderna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnafræðingurinn Örn Almarsson vann hjá bandaríska lyfjafyrirtækinu Moderna að þróun bóluefnis við COVID-19. Fyrirtækið kynnti þetta bóluefni í morgun en það virkar í 95% tilvika og hægt er að geyma það við hita kæliskáps.

Örn segir í viðtali við RÚV að það séu forréttindi að hafa fengið að starfa við þróun bóluefnisins. Hann hefur starfað við lyfjaþróun í Bandaríkjunum í 25 ár. Telur hann að allir ættu að geta fengið bóluefnið eftir nokkra mánuði. Örn segir þetta um verkefnið í viðtali við RÚV:

„Þetta er mjög óvenjulegt verkefni og algjörlega einsdæmi að það sé hægt að framkvæma svona stóra stúdíu á innan við einu ári frá því að genasamsetningin á vírusnum er þekkt. Þetta sýnir hvað þessi tækni sem Pfizer, BioNTech og Moderna eru búin að vera að vinna með, sem er mjög ný af nálinni, er að gera í raun og veru. Þetta hefur vonandi áhrif í framtíðinni fyrir aðra smitsjúkdóma.“

Örn telur að lyfjafyrirtækin Moderna og Pfizer séu þegar búin að safna birgðum af bóluefni og séu tilbúin að flytja efnið hvert sem er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega